Umsóknarferli

Umsóknarferlið er tvíþætt:

 1. Rafræn umsókn
  1. Rafræn umsókn er fyllt út á vef skólans.
   Athugið: fylla þarf út alla stjörnumerkta reiti og hengja við þau skjöl sem óskað er eftir, greiða umsóknargjald og staðfesta umsókn.
    
  2. Staðfest afrit af prófskírteini (ljósrit gildir ekki) með stimpli frá viðkomandi skóla og námsferilsyfirliti skannað og hengt við rafræna umsókn.
    
  3. Ef fylgiskjöl eru ekki í lagi, fær umsækjandi póst og möguleika á að lagfæra umsóknina.
   Umsækjandi fær staðfestingu á að rafræn umsókn sé fullgild.
    
 2. Mappa/Portfolio

a. Skila þarf inn möppu/portfolio á skrifstofu viðkomandi deildar, í síðasta lagi 17. apríl 2020.
Vegna samkomubanns er skólinn lokaður allri umferð gesta og gangandi, þar af leiðandi verður eingöngu tekið við efnislegum möppum/portfolio dagana 15.-17. apríl í Þverholti 11, 5.hæð milli klukkan 8:00-16:00

b. Ef verið er að sækja um á fleiri námsbrautum eða deildum, þarf að skila inn umsókn og möppu fyrir hverja námsbraut/deild.

c. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna Covid 19 geta umsækjendur skilað inn rafænni möppu.
Rafræna mappan þarf að vera á .pdf formi. Einungis er tekið á móti einu skjali. Ekki er tekið á móti verkum í gegnum wetransfer eða sambærilega vefi, heldur skulu þau sett sem viðhengi í tölvupósti eða vistuð á gagnaveitum eins og google drive eða dropbox. Rafrænar möppur skulu sendar á netfangið portfolio [at] lhi.is áður en umsóknarfrestur rennur út 17. apríl 2020.

​​​​

Varðandi möppu/portfolio

Umsækjendur skulu safna sýnishornum af verkum sínum saman í möppu (portfolio) á efnislegu eða rafrænu formi.
 

Efni utan rafrænu eða efnislegu möppunnar verður ekki skoðað nema sem ítarefni, athugið að ekki er tryggt að ítarefni verði skoðað. Þá er litið á hlekki eða vísanir í önnur skjöl í rafrænum möppum sem ítarefni og því ekki tryggt að það verði skoðað.
 

Verkin eiga að endurspegla persónulega sýn nemandans, varpa ljósi á helstu hugðarefni hans og úr þeim á að vera hægt að lesa hvaða hæfileika hann hefur til frumlegrar sköpunar og framsetningar á hugmyndum sínum.
 

Það er ekki er nauðsynlegt að öll verkin séu fullgerð eða þau útfærð til hins ítrasta. Þvert á móti er mikilvægt að þar sé einnig að finna hvers konar skissur, teikningar, ljósmyndir og texta. Öll verk í möppunni eiga að vera höfundarverk umsækjanda, ef verk hefur verið unnið í hópavinnu eða samstarfi er nauðsynlegt að taka það fram.
 

Umsækjandi þarf sjálfur að meta hvað rúmast innan möppunnar en mikilvægt er að hún endurspegli getu, færni og sýn hans á faginu í gegnum skapandi vinnu.

ATH:
Mappan skal vera nafnlaus en umsækjandi skal merkja hana með umsóknarnúmeri. Ef um rafræna möppu er að ræða biðjum við umsækjendur um að vista hana þannig að titill .pdf skjalsins sé umsóknarnúmerið. Þetta númer sést bæði á rafrænu umsóknareyðublaði sem umsækjandi fyllir út og í staðfestingartölvupósti þegar nemandi hefur lokið við og sent inn umsóknina.
Það þarf að sækja efnislegar umsóknarmöppur á skrifstofu skólans í Þverholti 11 innan tilgreinds tímaramma sem gefinn verður upp í tölvupósti til umsækjenda. Möppur sem ekki eru sóttar verða ekki geymdar og áskilur skólinn sér rétt til að farga þeim.

 

Inntökuferli

Skipuð er inntökunefnd fyrir hverja námsbraut.
Nefndin er skipuð tveimur til þremur sérfræðingum á viðkomandi fagsviði, sem velja nemendur úr hópi umsækjenda.
Inntökuferlið er eftirfarandi:
 1. Eftir að umsóknir hafa verið metnar fer hver inntökunefnd yfir innsendar möppur/portfolio. Matið byggist á faglegri kunnáttu og listrænu gildi umsækjanda. Sérstök áhersla er lögð á að meta þau verk í möppu/portfolio umsækjenda sem þeir hafa unnið á eigin forsendum og bera vott um sjálfstæð vinnubrögð og sjálfstæða og skapandi sýn á viðfangsefni eða úrlausnarefni. Umsækjendur sem standast mat inntökunefndar komast í úrtakshóp og eru boðaðir í viðtal. Það eru ekki allir umsækjendur boðaðir í viðtal.
 2. Tilgangur viðtalsins er að kanna almennan áhuga umsækjanda á tilvonandi námi, afstöðu og viðhorfi hans til hönnuna og arkitektúrs og skilningi hans á hönnunarheiminum, auk sýn hans á viðfangsefnum og hugmyndum arkitektúrs.
Umsækjandi má gera ráð fyrir því að þurfa að tjá sig um verk þau sem hann hefur sent inn. Umsækjandi sem boðaður er í viðtal getur líka átt von á því að vinna sérstakt verkefni fyrir viðtalið, upplýsingar eru gefnar um leið og umsækjandi er boðaður í viðtal.Viðtölin fara alla jafna fram á íslensku. Í þeim tilvikum þar sem það á við fara viðtölin fram á ensku, þá er umsækjandinn látinn vita með fyrirvara.
 1. Inntökunefnd er heimilt að boða umsækjendur í inntökupróf ef þess er talin þörf.
 2. Öllum umsækjendum verður sent rafrænt svar við umsóknum í maí.
 3. Umsækjendur sem hafa hlotið skólavist þurfa að greiða staðfestingargjald sem er sent í heimabanka þeirra. Gjaldið er óafturkræft en gengur upp í skólagjöld.
 4. Úrskurður inntökunefndarinnar er endanlegur og er ekki skylt að gefa nánari útskýringu á synjun um skólavist.

Inntökuskilyrði

Miðað er við að umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi. 
 

Undanþágur vegna inntöku

Listaháskólanum er heimilt að veita þeim umsækjendum inngöngu í skólann sem búa yfir þekkingu og reynslu sem telst fullnægjandi undirbúningur til bakkalárnáms við skólann. Þá þarf umsækjandi að hafa lokið eigi færri en 105 einingum úr eldra kerfi framhaldsskólastigsins eða 150 framhaldsskólaeiningum samkvæmt nýja kerfinu.
Til þess að fá undanþágu fyrir samþykkki á skólavist þarf umsækjandi sem uppfyllir ekki kröfur um menntun (stúdentspróf eða sambærilegt nám) að sýna fram á framúrskarandi hæfni, þekkingu og sýn á faginu með innsendri möppu/portfolio.

 

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR

Opnað fyrir umsóknir: 8.nóvember 2019

Umsóknarfrestur: 17. apríl 2020

Umsóknum svarað: Maí 2020

Upphaf haustannar: 24. ágúst 2020

Umsóknargjald 5000 kr.

 

UMSÓKNIR

Arkitektúr
Fatahönnun
Grafísk hönnun
Vöruhönnun

 

HAFA SAMBAND

hafdis [at] lhi.is (Hafdís Harðardóttir,) deildarfulltrúi

 

 

FLÝTILEIÐIR

Skólagjöld

Forsíða hönnunar- og arkitektúrdeildar