Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar öllum list- og verkgreinakennurum sem sinna umsjónakennslu eða stefna á að sinna umsjónarkennslu. Valnámskeið fyrir meistaranema í listkennslu.
 
Í námskeiðinu verður sjónum beint að mikilvægi umsjónarkennarans í almennu skólastarfi og því sem kalla má hinar þrjár víddir umsjónarkennarastarfsins.
 
Fyrsta víddin snertir persónuleg viðhorf umsjónarkennarans og snýst um samskiptahliðina; við nemendur og forráðamenn þeirra, aðra kennara og stuðningsaðila innan skólans og samskipti nemenda í milli.
 
Önnur víddin snertir það umhverfi sem umsjónarkennarinn starfar í; skóla margbreytileikans, fjölmenningarlegt samfélag og nemendur með sértæka námsörðugleika.
 
Margvísleg viðfangsefni tilheyra þriðju víddinni; forvarnir, heilsuvernd, velferð og þróunarstarf.
                                                       
Námsmat: Símat með áherslu á einstaklings- og hópverkefni.
 
Kennari: Ingimar Ólafsson Waage.
 
Staður og stund: Laugarnes, þriðjudagar kl. 13-15.50.
 
Tímabil: 2. apríl - 7. maí. (4 skipti, ekki kennsla 16. og 23. apríl) 2019.
 
Tíma- og dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: Kennsluréttindi eða umfangsmikil kennslureynsla.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249