Umhverfisnefnd fjallar stöðu skólans í umhverfismálum, mótar umhverfisstefnu og gerir tillögur til þróunar á sviði vistvæns rekstrar og úrbóta í umhverfismálum innan skólans. Í mótun umhverfisstefnu skólans ber að gera ráð fyrir því að umhverfisvitund, umhverfismál og sjálfbær þróun séu þáttur í námi og vinnu nemenda.

Umhverfisnefnd er sjálfstæð í störfum sínum og kemur ábendingum og athugasemdum sem hún telur mikilvægt að verði tekið tillit til á framfæri við deildir skólans og aðra viðkomandi aðila innan hans. Eitt helsta verkefni Umhverfisnefndar er umsjón með þróun og útfærslu nýrrar umhverfisstefnu skólans með framfarir í umhverfisvernd og vistvænum rekstri fyrir augum.