Listaháskólinn tekur virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi. Skólinn er aðili að tveimur viðamiklum samskiptaáætlunum, Nordplus menntaáætlun Norðurlandaráðs og Menntaáætlun Evrópusambandsins.  Þessar áætlanir gera skólanum kleift að sækja um styrki til nemenda og kennaraskipta, starfsnáms og stærri samstarfsverkefna. Að auki hefur Listaháskólinn gert tvíhliða samninga um nemenda- og kennaraskipti við háskóla utan Evrópu. Samstarfsskólar Listaháskólans eru um 170 talsins.
 
Nemendur, kennarar og annað starfsfólk geta sótt um styrki gegnum þessar áætlanir. Alþjóðaskrifstofa LHÍ leggur áherslu á að aðstoða nemendur við að sækja um sem skiptinemar í erlendum samstarfsskólum. Kynningarfundir eru haldnir reglulega í deildum skólans um tækifæri til skiptináms og starfsnáms, og möguleika á styrkjum.  Ennfremur aðstoðar alþjóðaskrifstofa starfsfólk skólans við að undirbúa og sækja um styrki til starfsmanna- og kennaraskipta.
 
Listaháskólinn tekur virkan þátt í eftirtöldum samtökum og samstarfsnetum:
ELIA samtök listaháskóla í Evrópu
AEC samtök Evrópskra tónlistarháskóla
Cumulus alþjóðleg samtök hönnunarháskóla
EAAE samstarfsnet háskóla í Evrópu á sviði arkitektúrs
 

Starfsmenn alþjóðaskrifstofu Listaháskólans

Björg Stefánsdóttir, forstöðumaður, bjorgstef [at] lhi.is, s. 545 2270
Heba Eir Kjeld, verkefnisstjóri, hebaeir [at] lhi.is, s. 545 2222
 
Vinsamlegast hafið samband í tölvupósti til þess að bóka viðtalstíma.
Alþjóðaskrifstofa Listaháskólans er staðsett á aðalskrifstofu skólans í Þverholti 11.