Forkröfur: Mikilvægt er að hafa lokið námskeiðinu Ukulele I eða hafa sambærilega þekkingu á hljómum, hljómgerðum, hljómagangi, tónlistarstílum og alhliða ukulelespilatækni, bæði hvað „ström“ og „finger-picking“ varðar.
 
Lýsing: Námskeiðið er framhald af námskeiðinu Ukulele I og er hugsað fyrir nemendur sem vilja öðlast meiri þekkingu, færni og þjálfun í ukuleleleik. Það verður farið ítarlega yfir hljómgerðir og grip, hljómasambönd, tónlistarstíla og ryþma frá mismunandi heimshlutum, sem og almenna spilatækni á ukulele.
 
Fjallað verður um ukulele bæði sem undirleiks- sem og einleiks- hljóðfæri. Í því samhengi verður ukulele skoðað bæði sem ryþmískt hljóðfæri í tengslum við "ström" tækni sem og melódískt hljóðfæri í tengslum við laglínumótum og "finger-picking" tækni. Æfingar og lög frá ólíkum heimssvæðum sem og í mismunandi tónlistarstílum og ryþmum eru notuð.
 
Dæmi um kennsluþætti:
  • Ýmsir tónlistarstílar eins og blues, ragtime, bossanova, balkan, vals og fleira.
  • Þjálfun í spilatækni og undirleik í ýmsum takttegundum (2/4, 3/4, 4/4, 5/8, 6/8, 7/8).
  • Dægurlög, þjóðlög ýmissa landa, ryþmískar æfingar.
  • Vinnustofur til að kanna gildi og möguleika ukuleles sem undirleikshljóðfæri undir söng,
    þar sem nemendur þjálfa samhæfingu í spili og söng.
  • Leiðir til miðlunar í formi tónlistarupptaka og tónlistarmyndbanda.
Í lok námskeiðis eiga nemendur að:
  • Hafa aukið tæknilega þekkingu til áframhaldandi sjálfstæðrar æfingar á ukulele.
  • Geta notað ukulele til undirleiks eða einleiks og til eigin útsetninga og tónsmíða í fjölbreyttum tónlistarstílum og ryþmum.
Námsmat: Verkefni, upptökur, myndbönd, óformlegir tónleikar. 
Kennari: Andrés Ramón
Kennslutungumál: Íslenska 
Staður og stund: Fjarnámskeið, Kennslutímabil febrúar til mars 2022, níu skipti, kennt er á miðvikudögum kl. 16:15-17:45
Tímabil:  Nánari tímasetning auglýst síðar
Fyrir hverja er fjarnámskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir nemendur sem vilja öðlast meiri þekkingu, færni og þjálfun í ukuleleleik. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
Einingar: 2 ECTS
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara. Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
Greiða þarf námskeiðagjöld 3 vikum áður en námskeið hefjast til þess að staðfesta þátttöku.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 520 2409