Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir þau sem vilja tileinka sér leikni á ukulele og einnig kanna möguleika þess til kennslu. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 
 
Námskeiðið er framhald af námskeiðinu Ukulele I. Fyrst er farið yfir helstu þætti er varða þekkingu á hljómum, hljómagangi og spilatækni á ukulele. Æfingar og lög frá ólíkum heimssvæðum sem og í mismunandi tónlistarstílum og ryþmum eru notuð til upprifjunar.
 
Annar meginþáttur námskeiðisins er kennslufræðilegs eðlis, en kannaðir verða möguleikar ukuleles í kennslu og til stigsprófa, bæði sem undirleiks- og einleikshljóðfæri.
 
Stuðst er við rannsóknir og kennsluaðferðir breska kerfisins RGT (Registry of Guitar Tutors, London Royal College of Music). Lögð verður áhersla á skapandi og gagnrýna hugsun sem og tæknilega getu og fræðilega þekkingu gagnvart tónlist og hljóðfærinu. Enn fremur er markmiðið með þessum aðferðum að styðja við þarfir nútímasamfélagsins hvað varðar tónlistarflutning og tónlistarkennslu handan hefðbundinnar sígildrar tónlistarkennslu.
 
Umræður um kennslufræðilegar aðferðir og undirbúning stigsprófa byggja á eftirfarandi þáttum:
 
1. Ryþmískar æfingar spilaðar með nákvæmni, skýrleika og góðu flæði, sem endurspegla þekkingu á tónlistarstílum, ryþmum, hljómum og hljómatáknum
sem og getu á spilatækni bæði í “strum” og “finger-picking”.
2. Tónlistarflutningur þar sem nemendur fá að velja lög og tónverk úr lagalista námskeiðsins í samræmi við eigið getustig.
3. Undirleikur við söng eða laglínuhljóðfæri í formi samspils.
4. Valverkefni sem nemendur velja samkvæmt eigin áhuga og spilagetu.
5. Almenn tónlistarfræðileg þekking.
 
Námsmat: Verkefni, upptökur, myndbönd, óformlegir tónleikar.
 
Kennari: Andres Ramón. 
 
Staður og stund: Laugarnes, miðvikudagar kl. 16- 18.
 
Tímabil: 19. september- 31. október 2018.
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: Æskilegt er að hafa lokið námskeiðinu Ukulele I eða hafa sambærilega þekkingu á hljómum, hljómgerðum, hljómagangi, tónlistarstílum og alhliða ukulelespilatækni (“strum” og “finger-picking”).
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun@lhi.is / 545 2249