Fjarnámskeiðið er byggt upp sem kynning og leikniþjálfun á ukulele. Farið er í grip, tónlistarstíltegundir, ryþma, skala, laglínur og spilatækni þar sem kennari velur efni við hæfi. Möguleikar ukuleles til kennslu eru kannaðir.
Dæmi um efni: tónlistarstíltegundir eins og blús, reggae, bossanova, vals, írskt jig og fleira, þjálfun í spilatækni og ryþmískum undirleik í takttegundum eins og 2/4, 3/4, 4/4, 5/8, 6/8,  spilatækni varðandi hljómhvörf, „strum“, „plokk“, sýnkópur og laglínumótun, íslensk þjóðlög í einföldum útsetningum, jólalög og barnalög, dægurlög og þjóðlög annarra landa, gildi og möguleikar ukuleles til kennslu.
Í lok námskeiðis eiga nemendur að geta:
  • þekkt sögu og uppbyggingu ukulele og möguleika þess,
  • hafa tæknilega og hljómfræilega þekkingu til áframhaldandi sjálfstæðrar þjálfunar á hljóðfærið,
  • geta notað ukulele til undirleiks og til eigin útsetninga á einföldum lögum og jafnvel í kennslu.
Námsmat: Verkefni, óformlegir tónleikar. 
Kennari: Andres Camilo Ramon Rubiano
Kennslutungumál: Íslenska 
Staður: Fjarnámskeið
Tímabil: 4. október til 6. desember 2023
Kennsludagar og tími: miðvikudagar kl. 16:15-17:45 
 
Fyrir hverja er fjarnámskeiðið: Námskeiðið hentar þeim sem vilja tileinka sér leikni á ukulele og einnig kanna möguleika þess til kennslu. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
Einingar: 2 ECTS
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara. Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
Greiða þarf námskeiðagjöld 3 vikum áður en námskeið hefjast til þess að staðfesta þátttöku.
 
Nánari upplýsingar: opni [at] lhi.is