Trúnaður við nemendur

Kennarar eru minntir á að allir nemendur Listaháskólans eru sjálfráða einstaklingar og fara því með sín mál sjálfir. Ekki er ætlast til að kennarar fjalli um nemendur við utanaðkomandi fólk, þ.m.t. aðstandendur.

Ef þörf er á að fjalla um persónuleg mál eða önnur viðkvæm mál geta nemendur haft samband við Björgu Jónu Birgisdóttur námsráðgjafa en hún er einnig trúnaðarmaður nemenda. Fagstjórar deilda og deildarforseti eru auk þess með viðtalstíma fyrir nemendur sem hægt er að bóka hjá deildarfulltrúa.

Sértæk úrræði í námi

Nemendur við Listaháskóla Íslands sem búa við fötlun, hömlun eða sérþarfir sem geta verið þeim hindrun í námi, eiga rétt á að njóta sértækra úrræða. Til þess að nemanda séu veitt sértæk úrræði ber honum skylda til að leggja fram faglegt mat eða sérfræðiálit um fötlun, hömlun eða sérþarfir til námsráðgjafa skólans. Stefnu Listaháskólans um sértæk úrræði í námi er að finna á heimasíðu skólans.

Jafnréttisáætlun

Stjórn Listaháskólans hefur samþykkt jafnréttisáætlun. Markmið jafnréttisáætlunar skólans er að tryggja jafnrétti karla og kvenna innan háskólasamfélagsins með markvissum aðgerðum og hvetja til virkar umræðu um jafnréttismál á öllum sviðum skólastarfsins. Kennarar eru hvattir til þess að kynna sér áætlunina á heimasíðu skólans.