Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir þau sem vilja fræðast um tónlist í íslenskum samtíma. Námskeiðið er valnámskeið á BA stigi tónlistardeildar.
 
Tónlist í íslenskum samtíma verður skoðuð og greind, spurt verður um sérstöðu hennar í alþjóðlegu samhengi og leitast við að róta í þeim jarðvegi sem hún sprettur úr.
 
Til grundvallar er íslensk tónlist eins og hún er ástunduð í dag, samfélagið/senurnar sem eru í kringum einstaka geira og svo tónlistarlegu afurðirnar sem úr þessu koma. Um altæka nálgun er að ræða; sígild tónlist, dægurtónlist og nútímatónlist, allt þetta og meira til er undir en leitast verður við að skoða þessa heima sem hluta af einni heild fremur en einangruð fyrirbæri.
 
Námsmat: Ástundun, munnleg og skrifleg verkefni.
 
Kennarar: Arnar Eggert Thoroddsen og Páll Ragnar Pálsson.
 
Staður og stund: Skipholt 31.
 
02.04.2020 10:30 - 12:10
16.04.2020 10:30 - 12:10
21.04.2020 10:30 - 12:10
28.04.2020 10:30 - 12:10
30.04.2020 10:30 - 12:10
05.05.2020 10:30 - 12:10
07.05.2020 10:30 - 12:10
12.05.2020 10:30 - 12:10
 
Tímabil: 2. apríl - 12. maí, 2020.  
 
Einingar: 4 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: SBakkalárgráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar:  Sunna Rán Stefánsdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar: sunnaran [at] lhi.is