Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa með börnum á leikskólaaldri og yngsta stigi grunnskóla og vilja nota tónlist í kennslu/ miðlun. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Kynntar verða nokkrar leiðir til þess að vinna á skapandi hátt að tónlistartengdum og þverfaglegum verkefnum með yngri börnum. Áhersla er lögð á listrænar tilraunir og verkefni sem reyna á sjálfstæði og virkni þátttakenda. Námskeiðið byggir á verkefna- og hópvinnu.
 
Námsmat: Verkefni og virkni.
 
Kennari: Þóranna Dögg Björnsdóttir.
 
Staður og stund: Laugarnes.
Fim. 7. feb. kl. 15.30-18.30, laug. 9. feb. kl. 10-15,
fim. 14. feb. kl. 15.30-18.30, fim. 21. feb. kl. 15.30-18.30
 
Tímabil: 7. feb. - 21. feb 2019, (4 skipti).
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám eða umtalsverð starfsreynsla með börnum.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249.