Hverjar eru aðferðir djasspunakennslu og hvernig nýtast þær aðferðir til að læra spunafærni í teikningu?

 
 
Teikning er aldargamalt fag með ríka kennsluhefð en þótt aðferðirnar séu þrautreyndar og að miklu leiti meitlaðar í stein þá hefur fag af þessu tagi gott af því að skoða aðrar nálganir til að geta þroskast með tímunum.
 
Nýjar nálganir geta komið úr öllum áttum og í þessari ritgerð er skoðaður lærdómur og aðferðir frá allt öðru fagi, djassinum, til að sjá hvernig það passar við teiknifagið.
 
Ritgerðin er listrannsókn þar sem ég held uppi skissubók á meðan ferlinu stendur og kanna hvernig aðferðirnar nýtast mér sjálfum til að bæta spunafærni. Teiknispuna flokka ég sem þá teikningu óháða því sem maður hefur fyrir framan sig og mun ég rannsaka lærdómsferlið í heild sinni með teikningarnar sem rannsóknargögn.
 
Ritgerðin skiptist í tvennt. Fyrri hluti ritgerðarinnar fjallar um fræðilegan bakgrunn spunafærni: Hvernig færni verður ósjálfráð og hluti af innsæinu okkar. Hvernig djassnám setur upp sína spunakennslu sem endar á samantekt aðferðanna í leiðarvísi. Sá leiðarvísir er síðan settur upp með samhengi teiknikennslu í huga. Seinni hluti ritgerðarinnar er listrannsóknin sjálf þar sem rýnt er í teikningarnar og árangur aðferðanna metinn.
 
 
skissubok2.jpg
 
Hefðbundið teikninám kennir nemandanum mjög vel að endurskapa og túlka það sem hann sér en að mínu mati þá sárvantar aðferðir til að kenna nemandanum að teikna án fyrirmyndar. Mitt aðalframlag með þessari ritgerð er að kynna og rökstyðja þessar aðferðir með það að markmiði að breikka og bæta teikninám.
 
Meginheimildir ritgerðarinnar eru Daniel Kahneman og tvö hraðakerfi hugsana okkar, Anders Ericsson og mikilvægi æfingarinnar, og síðan viðtal sem ég tók við Sigurð Flosason um aðferðir djasspunanáms.
 
 
mynd2021.jpg
 

 

Tómas Leó Halldórsson
lomasteo [at] gmail.com
Leiðbeinandi: Ingimar Ó. Waage
20 ECTS
Listkennsludeild
2021