Þræðir tölublað 3, 27. apríl 2018

 

Formáli

Þræðir eiga sér ekki íslenskt fordæmi nema fyrri tölublöð. Þræðir hefur því það hlutverk að skapa fordæmi og menningu um orðræðu tónlistar og er mótandi afl í þeirri uppbyggingu. Slíkur vettvangur styður vel við bakið á hvers konar rannsóknum og er jafnframt hvati til að leita nýja leiða með miðlun hugmynda um tónlist. Frelsið gagnvart efnistökum og nálgunum er hornsteinn ritsins sem skorðar sig ekki einungis við fræðilega texta heldur leitast við að búa til fyrirmyndir.

Þriðja tölublað Þráða rennur hér úr hlaði og sem áður eru hér að finna ýmis sjónarhorn á tónlist úr hugum kennara og stundakennara við tónlistardeild LHÍ. Hér koma fyrir umfjallanir og greiningar á tónlistarflutningum, þætti raddarinnar í tónlistarsögunni velt upp, mæting hljóðfærahönnunar og hljóðfæraleiks, samanburður á meistaraverkum rómantískar tónlistar, og kannanir á nýjum leiðum handan tónlistar.  

Ég vil þakka öllum þeim höfundum sem lögðu til efni í þetta tölublað og einnig Berglindi Maríu Tómasdóttur og Þorbjörgu Daphne Hall fyrir ánægjulegt samstarf og þeirra vandvirku ritstjórnarvinnu.

 

f.h. ritstjórnar

Einar Torfi Einarsson