Í áfanganum Together-Repair sem kenndur er við hönnunar- og arkitektúrdeild  Listaháskóla Íslands er leitast við að auka samstarf á milli hönnunargreina og nærsamfélagsins með það að markmiðiað nota hönnun sem verkfæri til samfélagslegra breytinga.
 
„Megintilgangur hönnunar samtímans felst ekki í því að framleiða einn stól til viðbótar. Hönnun er rannsóknarleið sem miðar að umbreytingu.”  Jan Boelen (Fagstjóri Social Design við Design Academy Eindhoven)
 
„Hönnun greiðir götuna fyrir auknu manngildi hvers og eins og mótar sameiginlegan félagsauð okkar.” Alastair Faud-Luke
 
 
Áfanginn Together-Repair snýst um hönnun í þágu samfélagsins og samfélagslegar breytingar. Þátttakendur eru nemendur í BA og MA námi í hönnunar- og arkitektúrdeild. Hönnun er aðferð til að endurhugsa daglegt líf, umbreyta hugmyndum um iðnframleiðslu, stjórnsýslu, opinbert rými og einkarými, fyrirliggjandi kerfi og tengslanet, og til að kalla fram  nýjar leiðir til andófs, pólitískrar meðvitundar og mótun samfélags. Hönnun er rannsóknarferli sem getur kallað fram breytingar í samfélaginu. Með hönnun í þágu samfélagsins er átt við að setja fólk í fyrsta sæti og hugleiða þau áhrif sem hönnun og framleiðsluferli hafa á samfélagið. Er hægt að „gera við“ eða styrkja samfélagsleg tengsl? Hvernig getur hönnun stutt við þátttöku í sköpun í þágu góðra málefna?
 
Teymin, sem samanstanda af leiðbeinendum, hópstjórum og nemendum úr Listaháskóla Íslands ásamt fjölbreyttum og ólíkum aðilum í nærsamfélaginu vinna saman að því að þróa verkefni eða inngrip sem geta bætt eða leyst úr vandamálum í íslensku samfélagi. Með Together-Repair er leitast eftir að styrkja samvinnu aðila frá ólíkum fagsviðum, skapa ný tengslanet í nærsamfélaginu og meðal borgarbúa, með það að markmiði að hafa jákvæð samfélagsleg áhrif. Hvert verkefni tekst á við ákveðnar þarfir og hlutverk hönnunaraktívisma. „Hönnunaraktívistinn notfærir sér krafta hönnunar í þágu mannkynsins og náttúrunnar. Það er sá sem er frjáls þátttakandi; óháður samfélagsmiðlari og frumkvöðull; einhver sem greiðir götuna; höfundur; skapari; meðhöfundur; meðskapari; og framkvæmdaraðili (einhver sem lætur verða af hlutunum).” Alastair Faud-Luke
 
Höfundar
Birna Geirfinnsdóttir
Garðar Eyjólfsson
Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir
Katrín María Káradóttir
Lóa Auðunsdóttir
Massimo Santanicchia
Sigrún Birgisdóttir
Thomas Pausz

 

 

 
Tímabil
2014 - 2017
 
Umsjón
Massimo Santanichhia (2014-2016)
Marteinn Sindri Jónsson og Sinéad McCarron (2017)
 
Þátttakendur
Nemendur á fyrsta ári í meistaranámi í hönnun og nemendur af öðru ári frá öllum grunnnámsbrautum deildarinnar.
 
Samstarfsaðilar
Álfagarðurinn
Austurbæjarskóli
Barnaheill
Ferðamálstofa
Frú Lauga
Gagarín
Gljúfrasteinn - hús skáldsins
Grasagarður Reykjavíkur
Háskóli Íslands
Hjallastefnan
Hjálpræðisherinn
Hönnunarmiðstöð Íslands
Hvassaleiti Félagsstarf
Konukot
Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar
Mentorverkefnið Vinátta
Náttúrufræðistofnun Íslands
Rannsóknamiðstöð ferðamála
Rauði Kross Íslands
Restaurant Dill
Reykjavík, Bókmenntaborg UNESCO
Reykjavíkurborg
Skaftholt, Heimili í Sveit
Slow Food Iceland
Strætó
Sunnuhlíð
Týs Gallery
Umhverfisstofnun
Vakandi
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar
W.O.M.E.N. (Women of Multicultural Ethnicity Network in Iceland)
Þjónustumiðstöð Miðbæjar og Hlíða