Snúningshjól / Spinning Wheels 

Stál, timbur, þörungalím, þrjú kefli, efni frá heimilishaldi, iðnaði og stofnunum /  

Steel, wood, seaweed glue, 3 bobbins, fabrics from domestic, institutional and industrial resources 

160 x 160 x 360 cm

2022

 

„Við og hlutir“

Fyrir hverja manneskju á jörðinni er í hverri viku framleiddur meiri massi af mannavöldum en sem jafngildir líkamsþyngd hennar að meðaltali.[6]

Brýnasta vandamálið sem jörðin stendur frammi fyrir er vistváin og þáttur manneskjunnar í þeim marglaga hörmungum. Á undanförnum áratugum hefur lífsstíll okkar og neyslumenning gengið í gegnum miklar breytingar. Til að auðvelda okkur lífið eru framleiddar alls kyns vörur sem eru taldar nauðsynlegar fyrir nútíma lífsstíll. Afleiðingarnar eru haugur af úrgangi sem við erum orðin samdauna. En hvernig hlúum við að okkur án þess að skaða umhverfið?

Neyslumenning samtímans hefur ýmis gáruáhrif sem knúa eyðileggjandi þætti í hegðun okkar gagnvart umhverfinu. Sem dæmi hefur nýleg rannsókn leitt í ljós að árið árið 2020 (±6) vó manngerður massi, eins og málmar, malbik, múrsteinar, möl, steinsteypa, tré, gler, plast o.s.frv., þyngra en allur lífmassi (samanlagður massi lífvera) í heiminum. Þegar úrgangur er einnig tekinn með í reikninginn vó manngerður massi meira en lífmassi árið 2015 (±5). Á undanförnum 100 árum hefur þessi þróun tekið verulegan kipp og á um það bil 20 ára fresti hafa manngerð efni tvöfaldast í massa.[7]

Stjórnmálafræðingurinn Jane Bennett heldur því fram að gjá sé á milli manna og hluta. Bennett segir að mannkynið hafi einfaldaða sýn á heiminn með tilhneigingu til að skipta öllu í tvo hópa, okkur og hluti. Með því að aftengja okkur hlutum hafi græðgi og ofneysla tekið yfir. Hún bendir á að hlutir hafi mátt, til dæmis hafi omega 3 fitusýrur mátt til að breyta skapi okkar [8] og að rafmagn geti stýrt eigin leið.[9] Hlutir geta þannig bókstaflega skipt sköpum, framkallað áhrif og breytt atburðum.[10] Með því að viðhalda aðskilnaði milli okkar og hluta, afneitum við getu hluta til efnislegrar myndunar valds, eða lífskrafti þeirra. Bennett leggur til að máttur hluta sé viðurkenndur í pólitískri ákvarðanatöku.

Það er þunn lína á milli umönnunar og ofbeldis. Á meðan mannkynið telur sig vera hlúa að sjálfu sér erum við í raun og veru að beita plánetuna, vistkerfi hennar og aðrar verur ofbeldi.

7._tinna_gudmunds-_tinnagud20lhi.is-7.jpg

 

 

[1] Elhacham, E., Ben-Uri, L., Grotowski, J. et al. Global human-made mass exceeds all living biomass. Nature 588, 442–444 (2020). https://doi.org/10.1038/s41586-020-3010-5

[2] IBIT

[3] Bennett, J. Vibrant matter: A political ecology of things. (Durham: Duke University Press, 2010), p. 41-42.

[4]  IBIT, p. 24-28.

[5]  IBIT, p. 6.

[6] Elhacham, E., Ben-Uri, L., Grotowski, J. et al. Global human-made mass exceeds all living biomass. Nature 588, 442–444 (2020). https://doi.org/10.1038/s41586-020-3010-5

[7] IBIT

[8] Bennett, J. Vibrant matter: A political ecology of things. (Durham: Duke University Press, 2010), bls. 41-42.

[9] IBIT, bls. 24-28

[10] IBIT, bls. 6