Tinna Christina Bigum 
BLÓM vs. VÉLAR  

Fötin okkar og alltof stutt æviskeið þeirra er kveikjan að línunni. Ævi þeirra hefst með framleiðslu. Þeirra er svo neytt í miklum mæli og í stuttan tíma. Flest þeirra verja stærstum hluta ævi sinnar á haugunum sem efniviður í landfyllingar. Í línunni er textíl gefið annað líf en endurunnin föt spila stórt hlutverk. Allt gallaefni og garn kemur frá Rauða krossinum, skraut, festingar og fleira voru gjöf frá ömmu og mest af silkiefninu er endurunnið. Línan undirstrikar að endurunnin efni þurfa ekki að standa í vegi fyrir glamúr.