Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim sem vilja fræðast um tilraunatónlist.
 
Lýsing: Í námskeiðinu verður rýnt í sögu tilraunatónlistar á 20. og 21. öld. Leitast verður við að skilja eðli óhefðbundinnar og tilraunakenndrar tónlistar- og hljóðiðkunar og í hvaða samhengi hún á sér stað.
 
Tónlist á mörkum listgreina kemur jafnframt við sögu sem og stefnur á borð við Fútúrisma, Dada, Fluxus og Nýja fagið. 
 
Námsmat: Þátttaka í tímum, verkefni og ritgerð.
 
Kennari: Berglind María Tómasdóttir.
 
Staður: Skipholt 31.
 
Stund
 
21.01.2020 10:30 - 12:10
23.01.2020 10:30 - 12:10
28.01.2020 10:30 - 12:10
30.01.2020 10:30 - 12:10
10.03.2020 10:30 - 12:10
12.03.2020 10:30 - 12:10
17.03.2020 10:30 - 12:10
19.03.2020 10:30 - 12:10
24.03.2020 10:30 - 12:10
26.03.2020 10:30 - 12:10
 
Tímabil: 21.- 30 jan + 10.- 26. mars 2020.
 
Einingar: 4 ECTS
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: Bakkalárgráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Sunna Rán Stefánsdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar: sunnaran [at] lhi.is