ÞRÆÐIR – Tölublað 8 – Um höfunda

 

Dr. Cayla Rosché earned a DMA from the University of Wisconsin-Madison in Voice Performance and Vocal Pedagogy. This year she was a Fulbright Scholar teaching phonetics and continuing her research on Icelandic art song at Listaháskoli. She recently presented a recital in Reykjavík of American and Icelandic Art Songs. Her doctoral project, Cultural Empathy through Music in Iceland: An examination of Icelandic Art Songs by Nationalist Composer Jón Leifs included one of the first guides to Icelandic Singing Diction. Dr. Rosché is Professor of Voice at Edgewood College. She also runs the Rosché Music Studio, coaches Icelandic diction, and is an active singer in Madison, Wisconsin. 

Berglind María Tómasdóttir hefur skipað sér í framvarðarsveit íslensks tónlistarfólks með tilraunagleði og forvitni að leiðarljósi. Hún er prófessor við Listaháskóla Íslands og verið afar virk á tónlistarsenunni sem flytjandi og tónskáld, hérlendis og erlendis. Berglind hefur komið fram víðs vegar um heim, meðal annars sem meðlimur flautuseptettsins viibra í tónleikhúsverki Bjarkar, Cornucopia. Hún hefur jafnframt leikið inn á fjölda hljóðrita, meðal annars sem einleikari ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Vladimir Ashkenazy. Árið 2022 hlaut plata hennar, Ethereality, Íslensku tónlistarverðlaunin í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Í verkum sínum leitast hún við að kanna ímyndir og erkitýpur sem  og tónlist sem félagslegt fyrirbæri. Verk Berglindar hafa meðal annars verið pöntuð og flutt á vegum Flautusamtaka Bandaríkjanna (The National Flute Association), Norrænna músíkdaga, Myrkra músíkdaga, Minnesotaháskóla í Duluth og Listahátíðar í Reykjavík. Berglind stundaði nám í flautuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og Konunglega danska konservatoríið og lauk doktorsprófi í flutningi samtímatónlistar frá Kaliforníuháskóla í San Diego árið 2013. 

Elín Anna Ísaksdóttir er fagstjóri klassísks hljóðfærakennaranáms á bakkalárstigi og meistaranáms í söng- og hljóðfærakennslu við Listaháskóla Íslands. Elín Anna lauk einleikaraprófi í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og starfaði hún lengi við píanókennslu. Árið 2011 lauk hún meistaraprófi í Kennslufræðum frá listkennsludeild Listaháskóla Íslands og var lokaverkefni hennar eigindleg rannsókn á reynslu kennara og stjórnenda af samræmdu prófakerfi tónlistarskóla. Elín Anna er með diplóma í Kennslufræði háskóla frá Háskóla Íslands auk þess sem hún lýkur diplómanámi í Menntastjórnun nú í sumar frá sama skóla. Elín Anna hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum gegnum tíðina, meðal annars fyrir Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Kennarasambandi Íslands. 

Dr. Helgi Rafn Ingvarsson (DMus) er tónskáld, stjórnandi, söngvari og stundakennari við Listaháskóla Íslands. Tónlist Helga hefur verið flutt víðsvegar á Íslandi og Bretlandseyjum af hópum eins og Kammersveit Reykjavíkur, Elektra Ensemble, Concorde Contemporary Music Ensemble, The Composers Ensemble, Chroma Ensemble, ALDAorchestra og meðlimum BBCSO svo dæmi séu tekin. Auk þess hefur hann samið og sviðsett fimm kammeróperur. Helgi nam tónsmíðar við Listaháskóla Íslands, Musikhögskolan i Malmö og Guildhall School of Music and Drama í London, og hefur hlotið viðurkenningar og stuðning frá m.a. Guildhall School Trust, Guildhall School Doctoral Candidate Development Fund, The Michael Tippett Musical Foundation, Arts Council England, Listamannalaunum, Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins, Lista-og menningarráði Kópavogsbæjar og STEF.  

Ingrid Örk Kjartansdóttir lauk framhaldsprófi í klassískum píanóleik frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, lauk kennaradeild FÍH og stundaði jazzpíanónám í sama skóla. Auk þess að hafa sótt ýmis námskeið hefur Ingrid sótt einkatíma í söng hjá Britt Hein í Kaupmannahöfn og kemur reglulega fram sem jazzsöngkona. Árið 2014 lauk Ingrid bachelornámi í tónlistarfræðum frá Kaupmannahafnarháskóla þar sem lokaritgerð hennar fjallaði um íslenska dægurtónlistarsenu á árunum eftir efnahagshrunið. Ingrid lauk meistaranámi í menningarfræði frá Háskóla Íslands árið 2022. Námið nýtti hún til að skoða tónlist frá hinum ýmsu sjónarhornum menningarfræðinnar; popptónlist, klassíska tónlist og jazztónlist.  Ingrid starfar sem píanókennari í Tónskóla Hörpunnar í Reykjavík. 

Mikael Lind er tónskáld búsett í Reykjavík. Hann hóf feril sinn sem sjálflærður raftónlistarmaður en hóf síðan mastersnám í Edinborg í stafrænum tónsmíðum 2013. Nú til dags semur hann tilraunakennt ambient sem hann gefur út hjá hinum ýmsu útgáfufyrirtækjum úti í heimi, og hannar einnig hljóðverk fyrir listasýningar og vídjólist. Generatífar tónsmíðar í Max4Live eða Max er það sem hann fæst helst við. Mikael er stundakennari við LHÍ og einnig aðjúnkt í sænsku við HÍ. 

Tryggvi M. Baldvinsson er tónskáld og forseti tónlistardeildar Listaháskóla Íslands. Hann stundaði nám í tónsmíðum og píanóleik við tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík og síðar framhaldsnám í tónsmíðum og tónfræði við Konservatoríuna í Vínarborg (1987 -1992). Tryggvi hefur starfað sem kennari í tónsmíðum og ýmsum tónfræðagreinum við Tónlistarskólann í Reykjavík og tónlistardeild LHÍ frá stofnun hennar, þar til hann tók við stöðu deildarforseta árið 2014. Sem tónskáld hefur Tryggvi hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín og þau flutt víða um heim.   

Þorbjörg Daphne Hall er dósent í tónlistarfræðum við tónlistardeild Listaháskóla Íslands Hún lauk doktorsnámi við Háskólann í Liverpool 2019, þar sem hún fjallaði um togstreitu milli hinna ólíku frásagna um „hið íslenska“ í dægurtónlist á Íslandi nútímans. Þorbjörg vinnur nú að rannsóknarverkefni um íslenska jazztónlist (1930-2010) ásamt Ásbjörgu Jónsdóttur og rannsókn á félagslegum áhrifum á skapandi tónlistarsmiðjum ásamt Sigrúnu Sævarsdóttur-Griffiths. Hún er ritstjóri bókarinnar Sounds Icelandic sem kom út hjá Equinox Publishing 2019 ásamt Nicola Dibben, Árna Heimi Ingólfssyni og Tony Michell. Hún er jafnframt ritstjóri bókarinnar Tónlistarkennsla á 21. öld ásamt Kristínu Valsdóttur og Ingimari Ólafssyni Waage (Háskólaútgáfan 2018). Þorbjörg hefur gefið út greinar og haldið fyrirlestra á alþjóðlegum ráðstefnum um íslenska tónlist, tónlist og þjóðerniskennd, kvikmyndina Heima eftir Sigur Rós og um tónlist í Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Hún hefur verið einn af ritstjórum Þráða, tímariti tónlistardeildar LHÍ frá 2016. 

Þráinn Hjálmarsson er tónskáld og stundakennari við LHÍ og MíT. Tónlist Þráins hefur verið leikin víða um heim af ýmsum tilefnum af fjölmörgum hópum og flytjendum. Allt frá árinu 2013 hefur Þráinn sýningarstýrt tónleikaröðinni Hljóðön, í Hafnarborg, tónleikaröð tileinkaðri samtímatónlist. Hefur röðin m.a. þanið sig út í form tveggja sýninga, „Hljóðön - sýning tónlistar“ (2019) og sýningu Davíðs Brynjars Franzsonar; „Borgarhljóðvist í formi ensks lystigarðs“ (2020). Á meðal annarra sýningarverkefna Þráins má nefna að árið 2021 var Þráinn annar sýningarstjóra myndlistartvíæringsins Sequences sem bar yfirskriftina „Sequences X - Kominn tími til“, þar sem haldnir voru viðburðir víða um land í formi myndlistarsýninga, tónleika, gjörninga, vinnusmiðja, fyrirlestra, málstofu og kvikmyndasýninga. 

ÞRÆÐIR - TÍMARIT UM TÓNLIST

Þræðir - forsíða

Tölublað 8