Þorsteinn Eyfjörð
t.eyfjord [at] gmail.com

Engar fjarlægar minningar sýna fram á mun milli ákvarðanna okkar. Þær móta birtingarmyndir sínar sjálfar og þú tekur á þig ólík form í hverri og einni; ávallt leitandi að samþykki.

         Þér blæðir út, vitandi það að tíminn vinnur ekki með þér

Manstu eftir því þegar röddin þín var ekki lengur einungis bergmál hljóðs sem endurkastaðist af kjarna þínum? þú magnar upp eigin tilvist; Fullkomleiki í föstu formi.

         Þú ert eins að innan og utan

þú reyndir að halda röð og reglu, smíðaðir sjálfsvarnarvélar, hlóðst veggina, vopnvæddir eigin ótta. Allt frá þungum kraumandi drunum til skerandi hvæss finnur sér leið gegnum bólgnar sprungur. Ekkert er gefið eftir. Hvassar brúnir trúa ekki á fyrirgefningu. beinar línur verða aðeins gerðar með valdi.

         Þú ert eins að utan og innan

Missi ég alla stjórn yfir þér? viðssnúningur ferlis; úr frosti í vökva, eyðilegging kjarnans, ein skrá sem speglast í horfnu líkamsopi. Krossfesting yfirborðsins er náttúruleg. Ég vona að þú munir eftir mér sem móður þinni.

         Finnurðu það gerast? Hvernig stærð þín fer hverfandi og nærvera þín færist frá auga í minni

Hér er engra spurninga þörf. Þú verður að byrja hugsa um upprisu þína;

         Getur þú enn verið brothættur, eða hefur þú tapað því?