Sá yðar sem syndlaus er

Þetta er upphafið að endinum. Við kláruðum heiminn. Við bíðum bara eftir sjálfum heimsendinum sem hefur þó kannski komið og farið. Við búum í bergmáli daganna þar sem ekki verður aftur snúið. Okkur tókst það án mikillar fyrirhafnar. Við lifðum bara okkar daglega lífi; keyrðum í vinnuna, komum við, fengum okkur hamborgara og á meðan skrunuðum við í gegnum samfélagsmiðla því við vildum vera svo tengd. Enda bjuggum við í besta samfélagi jarðsögunnar. Fallegasta fólkið með bestu skoðanirnar og mestu tækifærin. Ofgnótt matar, endalaust framboð af klámi og fórnarkostnaðurinn  ekki mikill fyrir flesta. Bara mannlegt samfélag eins og það getur orðið við bestu og verstu aðstæður.

12._thorir_georg_thorir19lhi.is-2.jpg