fótspor
um ferli sambúðar

Í þessari rannsókn er rýnt í hugtakið heimili og það skoðað í samhengi Hvalfjarðar. Í dag stöndum við frammi fyrir raunveruleika sem er niðurstaða áralangrar ósjálfbærrar þróunar; stöðu þar sem aðgerðarleysi jafngildir ekki lengur hlutleysi. Um leið og sú þróun er skoðuð með gagnrýnum augum er spurt hvaða lærdóm megi draga af förnum vegi. Verkefnið endurspeglar ferli sambúðarinnar sem framfaraskref; hvernig við búum með hvort öðru – og hvernig við háttum sambúð okkar við jörðina og vistkerfi hennar. Það vekur endanlega upp spurninguna um það hver tekur ákvarðanir um framtíð Hvalfjarðar og á hvaða forsendum; í hag hverra og á kostnað hverra?

1._thorhildur_bryndis_thorhildur19lhi.is-15.jpg