Þorgeir K. Blöndal
SvanaCycles
 
Stálsmiður í Garðabæ smíðar sér reiðhjól snemma árs 2017. Undir lok sama árs hefur hann smíðað tvö hjól til viðbótar vegna eftirspurnar – og er að leggja lokahönd á það þriðja. Í kjölfarið verður íslenski hjólaframleiðandinn SvanaCycles til.
 
Stell reiðhjóla SvanaCycles eru smíðuð frá grunni á verkstæði stálsmiðsins, en hann getur því lagað reiðhjólið út frá óskum kaupanda. Í því felst sérstaða SvanaCycles á innlendum reiðhjólamarkaði: möguleikanum til að uppfylla óskir hvers og eins hjólreiðamanns. Hér er grafísk hönnun notuð til að aðstoða SvanaCycles við að ná fótfestu á innlendum reiðhjólamarkaði – og koma sérstöðu sinni á framfæri.