Sláðu inn leitarorð
Þórey Hannesdóttir
ÞRÆÐIR
Þverfaglegt listrænt námsefni fyrir grunnskólanemendur

Ritgerð þessi er til M.Art.Ed.-prófs í listkennslu samanstendur af námsefni fyrir yngsta stig í grunnskóla og ítarlegri greinargerð um handverkslotu í tengslum við námsefnið.
Viðfangsefni námsefnisins byggja á markmiðum útináms og snúa að sjálfbærri efnisnotkun. Aðrir þættir, sem jafnframt gegna veigamiklu hlutverki, lúta að velferð einstaklingsins.
Meginmarkmið ritgerðarinnar er að skoða áherslur í námi grunnskólabarna sem snerta sköpunarþáttinn og þróun til sjálfbærni. Hver er undirstaða þeirra þátta og uppstretta?
Námefninu er ætlað að koma til móts við þverfaglegar áherslur aðalnámskrár grunnskóla en yfirheitið Þræðir vísar til þeirra þráða sem tengja saman ólíkar greinar grunnskólans með áherslu á samfélag, náttúru og menningu.
Þræðir vísa einnig í handverk og listir, með áherslu á textíl í samtímalist, sem tengja okkur við menningararfinn og eru samtvinnuð tilvist okkar.
Þannig er undirstaða námsefnisins byggð á grunnþörfum mannsins í tengslum við umhverfi sitt, þekkingu á vistkerfum og möguleikum þess að nýta náttúruna sem uppsprettu sköpunar.
Þórey Hannesdóttir
eyjan1 [at] gmail.com
eyjan1 [at] gmail.com
Leiðbeinendur: Dr. Ásthildur B. Jónsdóttir og Ingimar Waage