Þórbergur Friðriksson

Hveragarðurinn - Menningarlegt viðurværi

Hveragerði varð til vegna samspils einstakra náttúrugæða sem hafa leitt af sér ólíklegustu hluti. Í viðjum bæjarins má enn finna upptök mannvistar á svæðinu, Hveragarðinn. Virkt hverasvæði í miðjum bænum þar sem botnlaus kraftur jarðarinnar gýs upp á yfirborðið myndar einstakt sjónarspil í einkennandi landslagi. Þessi óheflaða uppspretta orku, jafn viðkvæm og hún er ógnandi, er nú falin í illa hirtum kima í miðju bæjarins og úr sambandi við umhverfi sitt. Með sveigjanlegum mannvirkjum sem laga sig að ófyrirsjáanleika jarðvarmans má endurskilgreina Hveragarðinn og færa hann nær bæjarbúum. Hinn nýi Hveragarður virkjar núninginn úr samspili okkar við náttúruna, viðurværi okkar, og blæs lífi í mannlíf Hveragerðis.

Staðsetning: Hveragarðurinn