Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið er opið kennurum og listafólki með BA gráðu eða sambærilegt nám. Námskeiðið nýtist kennurum og listafólki sem sinnir kennslu og miðlun á breiðum vettvangi og vill nýta sér skapandi nálgun í textíl tækni við miðlun. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Í námskeiðinu er lögð áhersla á skapandi nálgun og tilraunir í textíl. Áhersla verður á að tengja á milli hefðbundinna og nýstárlegra nálgana í textíl. Nemendur gera tilraunir með fjölbreytt efni bæði í höndunum og með eigin áhöldum. Nemendur verða hvattir til að þenja mörk hefðbundinnar textílvinnslu með því að gera margar skissur og tilraunir áður en þeir þróa einhverja þeirra í lokaniðurstöðu.
 
Áhersla er lögð á frumkvæði og skapandi nálgun. Með því að leggja áherslu á tilraunir og leitarnám öðlast þátttakendur fjölbreytta reynsu á ýmskonar textíl tækni og læra hverjir af öðrum. Þátttakendur námskeiðsins eru hvattir til að setja vinnulag námskeiðsins í samhengi við áherslur í aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla.
 
Námsmat: Til að standast námskeiðið  þurfa nemendur að skila ferilmöppu með skissum, umfjöllun um tilraunir, listamenn og hugleiðingum um tengsl við kennslu.
 
Kennari: Hildur Bjarnadóttir er myndlistarmaður sem starfað hefur á Íslandi í Bandaríkjunum og nú seinustu þrjú ár í Noregi þar sem hún hefur sinnt þriggja ára rannsóknarstöðu í myndlist við Listaháskólann í Bergen. Verk hennar eiga rætur sínar í vefnaði og málverki. Nýjustu verkefni hennar skoða persónuleg tengsl hennar við landsskika í Flóanum á suðurlandi í gegnum plönturnar sem þar vaxa. Hildur er með MFA gráðu í myndlist frá Pratt Institute í New York og diplóma í kennslufræði frá Listaháskóla Íslands.
 
Staður og stund: Laugarnes. 
 
Tímabil: Námskeiðið frestast um óákveðinn tíma vegna covid19. Nánari upplýsingar um kennslutímabil verður birt þegar það liggur fyrir.
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249