Kveikjuþræðir: Skynjun Sýningaropnun

Alice Nadjarian og Sebastian Kraner opna næsta sýningarverkefni meistaranema í myndlist á vormisseri innan sýningaraðarinnar Kveikjuþræðir / SparkPlugs. Sýningin opnar föstudaginn 8. apríl kl. 16 í Kubbnum, sýningarsal myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegi 91.

SKYNJUN / PERCEPTION er afrakstur á samvinnu meistaranema Alice Nadjarian og Sebastian Kraner, í samvinnu við meistaranámsbraut Háskóla Íslands í listfræði. Hægt er að lesa nánar um sýninguna á ensku hér neðar.

Sounds of the Sea, Crickets and Translucent Yellow

KVEIKJUÞRÆÐIR / SPARKPLUGS

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Rebecca Cusworth opna fyrstu sýningarverkefni meistaranema í myndlist á vormisseri innan sýningaraðarinnar Kveikjuþræðir / SparkPlugs. Sýningarnar opna föstudaginn 4. mars kl. 16 í Kubbnum, sýningarsal myndlistardeildar og vinnurými meistaranema​ meistaranámsbrautar Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegi 91.
Sýningarnar verða einnig opnar laugardaginn 5. mars og áfram í næstu viku, 6.- 11. mars, frá kl. 12:00-16:00.

KVEIKJUÞRÆÐIR 2016

Nú á vormisseri munu meistaranemar á fyrra ári í myndlist við Listaháskóla Íslands halda röð samsýninga undir nafninu Kveikjuþræðir. Sýningarnar eru af ólíkum toga en eiga það sammerkt að þar kynna tveir nemendur í sameiningu allt frá kveikjuþráðum að vinnuferli sínu til útfærslu á hugmynd. Sýningarröðin er unnin í samvinnu við meistaranámsbraut Háskóla Íslands í listfræði og hefur gefið af sér samtal milli þessara tveggja nemendahópa sem og skrif listfræðinema í tengslum við sýningarnar.

Heimurinn tilheyrir öllum, ekki fáum útvöldum

Heimurinn tilheyrir öllum, ekki fáum útvöldum er yfirskrift samsýningar átta nemenda á meistarastigi við Listaháskóla Íslands. Þessu samstarfsverkefni og sýningu nemenda á fyrra ári meistaranámsbrautar í myndlist við Listaháskóla Íslands verður hleypt af stokkunum á laugardaginn næstkomandi, 28. nóvember, kl. 16 í Nýlistasafninu við Völvufell 13-21 í Breiðholti. Gengið er inn bakatil.

Sýningin stendur til 6.desember 2015

Meistaranám í myndlist

Frá og með haustönn 2020 er boðið upp á tvær námsleiðir á meistarastigi við myndlistardeild; meistaranám í myndlist og meistaranám í sýningagerð. Þessar námsleiðir eru kenndar samhliða, sem skapar nálægð milli meistaranema í myndlist og þess sviðs samtímalistar sem fæst við sýningagerð. Þessi nálgun gerir nemendum kleift að vinna hlið við hlið að þróun verkefni sinna og eiga í gagnrýnni samræðu sem mun draga fram sameiginleg sjónarmið sem og ólíka þætti þessara tveggja greina.
 
Lesa meira