Bátur, setning, þriðjudagur // BA myndlistarnemar á Seyðisfirði

Verið velkomin á sýningaropnun myndlistarnema LHÍ í Skaftfelli á föstudaginn 26. janúar klukkan 17.00 til 20.00 í galleríi Skaftfells.
 
Sýningin 'Bátur, setning, þriðjudagur' er afrakstur tveggja vikna dvöl myndlistarnema úr Listaháskóla Íslands á Seyðisfirði þar sem hópur þriðja árs nema hafa unnið hörðum höndum undir leiðsögn Gunnhildar Hauksdóttur myndlistamanns, sem dvaldi sjálf á Seyðisfirði árið 2001 ásamt samnemendum sínum í LHÍ þegar sambærileg vinnustofudvöl var haldinn í fyrsta sinn undir handleiðslu Björns Roth.

Vinnustofa í borginni

Við dvöldum í húsum sem hafa færst um set og hvert skráargat á sína sérstöðu. Jörðin snýst um möndul sinn einu sinni á sólarhring en við … já við og við búum yfir djúpsálarlegum tíma. Eins skips skaði verður að annarra manna listasmíði og viðinn hríðrekur að landi. Milljón jarðir komast fyrir í sólinni og engin manneskja hefur setið á sama stað. Héðan úr staðgnóttinni glittir í staðfestur – héðan er alls að vænta.
 

Brot og brot // Elín Elísabet Einarsdóttir

Einkasýning Elínar Elísabetar Einarsdóttur Brot og brot opnar 9. nóvember kl. 17:00-19:00 í Kubbnum, Laugarnesi.
 
verið velkomin í brot
ég skal sýna ykkur seigfljótandi kjarna
inn um lítið gat
komið nær:
kannski finnið þið
vísbendingar
 
komið nær, horfið lengur:
þá mótar fyrir einveruakstri
löngum heimferðum
hring eftir hring
 
komið nær:
kannski glittir í
tvískipta ævi,
vor í tvískiptri borg
 

Tak steininn, en gef ungann lausan // Íris Eva Ellenardóttir Magnúsdóttir

Einkasýning Írisar Evu Ellenardóttur Magnúsdóttur, Tak steininn, en gef ungann lausan, opnar 26. október kl. 17:00 - 19:00 í Kubbnum, Laugarnesi.
 
Á fjalli nokkru er vatn,
lítið en afar djúpt
og í því synda steinar.
Brunnur með gullituðu vatni
Umluktur háum hömrum.
Við sjó,
þegar tungl er nítján nátta
og sól í fullu suðri.
Í gini ungans.
Á hellusteini
hlaupa smásteinar
og hoppa hvur yfir annan
eins og lömb að leika sér um stekk.