Class: 
color4

Sviðsetning hins persónulega

2. ár sviðshöfunda við sviðslistadeild LHÍ sýnir afrakstur vinnu sinnar í námskeiðinu Sviðsetning hins persónulega. Í námskeiðinu er m.a. skoðað hvaða felst í sviðsetningu hins persónulega, hvernig við sviðsetjum okkur í hversdagslegum athöfnum og samskiptum og einnig hvernig þessari sviðsetningu hefur verið háttað innan lista á síðustu árum. Kennari á námskeiðinu var Karl Ágúst Þorbergsson. 

Hvert verk er aðeins sýnt einu sinni og er takmarkaður sætafjöldi. Sýningarnar eru opnar öllum og er frítt inn. 

Málstofa - Karl Ágúst Þorbergsson

I AM HERE FOR THE RIGHT REASONS!

Karl Ágúst Þorbergsson fjallar um starfsaðferðir sínar og hugmyndafræði og veltir því m.a. fyrir sér hvar mörk raunveruleika og blekkingar liggi í hinum lifandi sviðsviðburði. Einnig beinir hann sjónum að því hvernig sambandi áhorfenda og listamanns er háttað og hvort og þá hvernig listamaðurinn geti notfært sér þetta samband til þess að beina athygli að samfélagslegum málefnum.

Hinn sjálfbæri sviðslistamaður

Sviðslistadeild Listaháskólans efnir til málþings um sjálfbærni í tengslum við iðkun sviðslista. 

Málþingið er upphafspunktur tveggja ára verkefnis Norteas, samtaka sviðslistaskóla á Norðurlönd og er ætlað að beina sjónum að sjálfbærni listamannsins, sjálfbærni sviðslistanna og ábyrgð sviðslistamanna gagnvart umhverfi sínu og samfélagi. Þingið er haldið í tengslum við ársfund samtakanna og verða fulltrúar yfir 20 sviðslistaskóla frá Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum viðstaddir.

 

Umsóknar- og inntökuferli í leikaranám

​Umsóknarferli

Umsóknarferlið gengur þannig fyrir sig að fyrst er rafræn umsókn fyllt út, umsóknargjald greitt og umsókn staðfest. Hægt er að vista umsókn á meðan verið er að vinna í henni.
 
Fyrsta þrepið í inntökuferli námsleiðarinnar er í formi myndbandsupptöku af flutningi á eintali umsækjenda. Myndbandsupptakan er send með rafrænni umsókn sem viðhengi. Sjá nánari leiðbeiningar hér fyrir neðan. 

Rafræna umsóknin

Lesa meira

Opinn Tími - 2. ár sviðshöfundar

Nemendur á örðu ári á Sviðshöfundabraut hafa undanfarnar vikur sótt námskeið í leikritun hjá Bjarna Jónssyni, leikskáldi. Námskeiðið er vinnustofa í skapandi skrifum þar sem nemendur skoða ólíkar aðferðir við vinnslu á texta, með sérstakri áherslu á texta sem ætlaður er til lifandi flutnings. Nemendur vinna með eigin texta og annarra með það að markmiði að kynnast byggingarþáttum leiktexta, þeim hefðum sem þar gilda og hvernig unnt er að vinna með þær á skapandi og sjálfstæðan hátt.