Class: 
color4

Málstofa/Public talks - Guðný Gústafsdóttir

Birtingarmyndir kynjakerfisins

Gestur okkar í síðustu Málstofu haustannar er dr. Guðný Gústafsdóttir kynja- og bókmenntafræðingur, verkefnastjóri hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Guðný heldur stutt erindi um kynjakerfið og birtingarmyndir þess.

Opnað verður svo fyrir umræður, Eygló Hilmarsdóttir 3. árs nemandi á leikararbraut er fundarstjóri og mun stjórna umræðum. 

Öll hjartanlega velkomin.

 

Óhefðbundin leikrými - 2. ár sviðshöfundar

Á undanförnum vikum hafa sviðshöfundar á öðru ári verið í námskeiðinu Óhefðbundin leikrými þar sem nemendur skoða hvernig rými getur verið uppspretta sköpunar. Nemendur munu sýna afrakstur lokaverkefna sem þau hafa unnið sjálfstætt í völdum rýmum. Kennari: Vala Ómarsdóttir 

10 nemendur sýna þrjú verk á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi.

Place du Mall
"Verið velkomin á Place du Mall, Eiðistorg, samkomustað Seltirninga. 

Málstofa/Public talks - Ilmur Stefánsdóttir

Ilmur Stefánsdóttir leikmynda og búningahöfundur er gestur Málstofu að þessu sinni. Hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1995 og lauk mastersnámi í myndlist frá Goldsmiths College í London árið 2000. Hún hefur haldið fjölda einka- og samsýninga og lagt stund á gjörningalist hérlendis og erlendis. Ilmur er hluti af sviðslistahópnum Common Noncence en þau hafa unnið töluvert með stökkbreytingu hluta og hegðun fólks. Ilmur deilir með okkur vinnuaðferðum og hugmyndum sínum. 

 

Kirsuberjagarðurinn

KIRSUBERJAGARÐURINN EFTIR ANTON CHEKHOV

20.aldar verkefni í senuvinnu 3.árs leikaranema

 

Verkefnið spannar sex vikna tímabil rannsóknar – og úrvinnslu 3.árs leikaranema á Sviðslistardeild LHÍ á styttri endurgerð Stefáns Halls Stefánssonar leikstjóra á þýðingu Jónasar Kristjánssonar frá 2011.

Verkefnið er unnið í samvinnu við Myndlistardeild, Fatahönnunardeild og Tónlistardeild LHÍ.

 

LEIKARAR:

ÁRNI BEINTEINN ÁRNASON

EBBA KATRÍN FINNSDÓTTIR

ELÍSABET S. GUÐRÚNARDÓTTIR