8. september – 8.október

Inga Steinunn Henningsdóttir
Námskeið: Höfundurinn 
Sviðshöfundabraut 

Um verkið:
Elínborg Una fer yfir síðustu fjórar vikur í tilraunaruppistandi sem hún og Inga Steinunn skrifuðu í sameiningu. Það fjallar um hversdagslega atburði á fyndinn hátt.
 
Þáttakendur: Elínborg Una
 
Þakkir: Hilmir Jensson, Anna María Tómasdóttir, Karl Ágúst Þórbergsson og Arnaldur Indriðason
 
Ágrip:

Loksins Loksins

Loksins Loksins
sýning 3 árs nema í grafískri hönnun

 
Föstudaginn 1. október klukkan 17:00 opna nemendur á þriðja ári í grafískri hönnun við LHÍ sýninguna Loksins Loksins  þar sem afrakstur námskeiðisins „Verksmiðjan“ verður sýndur. Á námskeiðinu hafa þau unnið að heildarútliti fyrir ýmsar stofnanir og fyrirtæki. Sýningin fer fram í matsal Listaháskólans við Þverholt 11, gengið er inn um aðalinngang og þaðan inn í matsalinn á fyrstu hæð.  
 

Emocean

Þarinn kynnir, í samstarfi við nemendur á öðru ári í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, „Emocean, aðgát skal höfð í nærværu sjávar.“

Sýningin verður opin föstudaginn 24. september næst komandi klukkan 17:00 - 19:00 í byggingu Listaháskólans við Þverholt 11.
 
Á sýningunni leikur þarinn aðalhlutverkið, en undanfarnar þrjár vikur hafa nemendur unnið að því að gefa sjávarþara tólin til að hreyfa sig, gefa frá sér hljóð og taka á sig ný form.