Farvegir og form

Boðskort! Bókaútgáfa! Sýning! Tónlist! 3. ár GRAHÖ!

Verið velkomin! 
Laugardaginn 26. febrúar nk. frá klukkan 17.00-20.00 munu þriðja árs nemar í grafískri hönnun, við Listaháskóla Íslands, standa að bókaútgáfu og sýningu í Mengi, Óðinstgötu 2, 101 Rvk. Bókin er sjónræn rannsókn nemenda á ritgerðum þeirra til BA gráðu og unnin í samstarfi við Prentsmiðjuna Ísafold og Gunnar Eggertsson ehf. Hægt verður að grípa eintak af bókinni gjaldfrjálst. Fljótandi veigar verða í boði ásamt ljúfum tónum.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Öllum til heilla- LISTSKÖPUN OG SAMVINNA: LEIÐIR AÐ VIRKNI OG VELFERÐ

LISTSKÖPUN OG SAMVINNA: LEIÐIR AÐ VIRKNI OG VELFERÐ

Samvinnu- og þróunarverkefni Listaháskóla Íslands
16. mars kl. 12:00: Textuð og túlkuð útsending með umræðum á netinu.
Annar af fimm fundum viðburðaraðarinnar ÖLLUM TIL HEILLA samtali um samfélagslistir.
Sjónum er beint að mikilvægi lista við inngildingu (e. Inclusion) allra í samfélagið.

BA Kvikmyndagerð

Í námi til bakkalárgráðu er áhersla lögð á kvikmyndagerð sem frásagnarform - að segja sögu í myndrænu formi kvikmyndalistar. Námið er ætlað nemendum sem lokið hafa stúdentsprófi og stefna á störf á fagvettvangi kvikmynda eða á frekara nám og rannsóknir á fagsviðinu. Námið veitir alhliða menntun í kvikmyndagerð með áherslugrein - leikstjórn, handritsgerð, framleiðslu, kvikmyndatöku, klippingu eða hljóðtækni. 
 
Lesa meira