Class: 
color1

Einkasýning: Bára Bjarnadóttir

Einkasýning Báru Bjarnadóttur, Þú verður ekkert votari af þessu frekar en orðinu vatn, opnar fimmtudaginn 20. október kl.17:00 – 20:00 í Skúrnum. Skúrinn er að Laugarnesvegi 91, austan við aðalbyggingu. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Digital Bath

Leir
Samsung S5 sími
Youtube lagalisti: “Digital Bath”

Í tómri sundlaug spilar hljómsveitin Deftones lagið Digital Bath. “Heild ófrísk af merkingu en ekki tilfinning með bilum á milli”[1] sagði fyrirbærafræðingurinn Maurice Merleau-Ponty.[2]

Einkasýning: Sigrún Gyða

Einkasýning Sigrúnar Gyðu opnar fimmtudaginn 13. október kl. 18:00 - 21:00 í Naflanum, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Ég myndi segja að ég væri frekar góð í að skipta um á rúmum
“Some guest, very nice, some guest don’t say hi, don’t say nothing”
-Beata, starfsmaður við þrif á Hótel Laxnesi

,,Þá finnst manni að maður eigi að gera þetta sjálfur, maður á að gera þetta sjálfur”
-Amma mín Gyða, sjúklingur á LSH

Einkasýning: Ágústa Gunnarsdóttir

Einkasýning Ágústu Gunnarsdóttur opnar fimmtudaginn 13. október kl.18:00 – 21:00 í Kubbnum, Laugarnesvegi 91, 2. hæð. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Jarðbundna veran þín, þú
Lygndu aftur augunum, finndu moldina á milli tánna og öðlastu jarðtengingu á ný. Jarðtengingu? Hvað er jarðtenging? Loðið hugtak um eitthvað sem á að heita hreint og beint. Manstu eftir tilfinningunni sem fólst í því að vera fimm ára og spúlaður niður eftir drullumall? Við skulum ganga beint inn í þetta.

Einkasýning: Kristín Dóra Ólafsdóttir

Einkasýning Kristínar Dóru Ólafsdóttur opnar fimmtudaginn 13. október kl.18:00 – 21:00 í Kubbnum, Laugarnesvegi 91, 2. hæð - Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

VBMM?
Sýningin VBMM? snýst um þá drauma sem rættust ekki, brostnar vonir, leitina að sjálfinu og það sem maður finnur þegar maður veit ekki að hverju leitað er. Í sýningunni skoðar Kristín unglinginn í sjálfri sér. Hún veltir fyrir sér þeim ákvörðunum sem hún tók sem unglingur þar sem hún stóð á sínu.

WHAT DO WE WALK ABOUT WHEN WE TALK ABOUT ART IN PUBLIC SPACE?

WHAT DO WE WALK ABOUT WHEN WE TALK ABOUT ART IN PUBLIC SPACE?
Opinn fyrirlestur með Mika Hannula. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn.

(English below)

Performatívur fyrirlestur Hannula er ferð með viðkomu á fjórum stöðum þar sem listaverk í almenningsrými eru virkjuð og efnisgerð. Áherslan er lögð á inngrip (interventions) og gjörðir sem móta og gera afmörkuð afstæð rými að ákveðnum stöðum innan hins eina, hikandi en magnaða sífellda augnabliks.