Class: 
color1

Sel það ekki dýrara en ég keypti það

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Sel það ekki dýrara en ég keypti það hjá fyrsta ári myndlistadeildar Listaháskóla Íslands.

Sýningin er samstarf nemenda sem voru að ljúka sínu fyrsta ári í BA námi við skólann og hafa unnið í samtali við hvort annað og prófessora skólans, sýningin er sett upp með aðstoð Bjarka Bragasonar, lektors við Myndlistardeild Listaháskólans. Opnar sýningin kl. 17-21 í RÝMD, nýju nemendareknu gallerí Listaháskóla Íslands að Völvufelli 21.

Listamenn:

Mother's Garage

Annars árs nemar í myndlist bjóða ykkur hjartanlega velkomin á sýninguna Mother's Garage.

Sýningin stendur einingis þetta eina kvöld og hist verður í RÝMD, nýju nemendagalleríi Listaháskólans að Völvufelli 13. Þaðan verður haldið á röð sýninga um gjörvallt Höfuðborgarsvæðið.

Yfir / Undir himnarönd

Velkomin á opnun sýningarinnar 'Yfir / Undir himnarönd' 3. maí kl. 17:00 - 21.00 í Norræna Húsinu, Reykjavík.

Sýningin er samstarf Æsu Sögu Otrsdóttir Árdal, nemanda myndlistardeildar Listaháskóla Íslands og Sarah Maria Yasdani, nemanda Konstfack, Stokkhólmi.

Ef ljós er okkur nauðsynlegt, þá er tími það einnig. Í sýningunni ’Yfir / Undir himnarönd’ mætast tvö kort yfir tíma; eitt fyrir ofan og eitt fyrir neðan sjóndeildarhringinn.

Ásýnd heimsins: útgáfuboð

Út er komin bókin Ásýnd heimsins, Um listir og fagurfræði í hugmyndaheimi nútímans á vegum Listaháskóla Íslands í samstarfi við Háskólaútgáfuna. Höfundurinn, Gunnar J. Árnason heimspekingur, rekur þróun hugmynda innan fagurfræði og heimspeki listar frá upphafi nýaldar til samtímans. Í bókinni er að finna aðgengilegan inngang að flestum þeim hugsuðum og hugmyndakerfum sem hafa haft mótandi áhrif á stöðu og hlutverk lista í samtímanum. Fengist er við spurningar um hlutverk, gildi, eðli og áhrif listarinnar og þær settar í samhengi við hugmyndasögu þess tímabils sem bókin fjallar um.

Kveikjuþræðir: Clara Bro Uerkvitz & Josephin Hanke

Clara Bro Uerkvitz og Josephin Hanke opna sýningar í Kubbnum og verkefnarými í vinnustofum meistaranema í myndlist að Laugarnesvegi 91, föstudaginn 7. apríl kl. 16.

Er þetta fimmta og síðasta sýning meistaranema í myndlist á vormisseri innan sýningaraðarinnar Kveikjuþræðir. Sýningin verður opin áfram á virkum dögum dagana 19. - 24. apríl frá kl. 13:00 – 16:00.

TEIKN / GESTURES

Listasafn Reykjavíkur hýsir útskriftarsýningu tuga nemenda á BA stigi í myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands í Hafnarhúsinu. Verkin endurspegla nám, rannsóknir og listsköpun nemendanna síðustu þrjú ár. Á sýningunni getur að líta myndlist, grafíska hönnun, arkitektúr, fatahönnun og vöruhönnun. 

Sýningin ber nafnið Teikn / Gestures og sýningarstjóri er Thomas Pausz, vöruhönnuður. 

Frá sýningarstjóra: 

"Fyrst birtist teikn (e. gesture), hreyfing sem við kjósum að framkvæma.