Class: 
color1

Einkasýning: Kimi Tayler

Kimi Tayler opnar einkasýninguna Safnið um Gagnamagniðcollection of data í Huldulandi, 1. hæð Listaháskólans á Laugarnesvegi 91, föstudaginn 9. mars kl. 16:00. Er þetta fimmta opnun meistaranema í myndlist á vormisseri innan sýningarraðarinnar Kveikjuþræðir.

 

I didn’t know this feeling was a feeling I was capable of feeling. 
- Daði Freyr Pétursson, 2017 

Welcome to Safnið um Gagnamagnið/ collection of data.

Háflæði í Lækningaminjasafninu

Háflæði er samsýning nemanda á 1. & 2. ári BA námsbrautar í myndlist við Listaháskóla Íslands og lokahnykkur þriggja BA námskeiða auk tveggja nemenda í því fjórða.

Nemendurnir hafa sótt námskeið þar sem tekist hefur verið á við málverkið, athafnir, hugtakið “Mannöldina” og fagurfræði stafrænna tíma. Leiða þau verk sín nú saman til stefnumóts hvert við annað og við áhorfendur. Í tilfellli námskeiðsins Athafnir er flutningur verka bundin við opnun sýningarinnar, föstudaginn 2. mars á milli kl. 17 og 19.

Einkasýning: Marie Lebrun

Marie Lebrun opnar einkasýninguna ONE WAY LOOP - one minute that far í Huldulandi, 1. hæð Listaháskólans á Laugarnesvegi 91, föstudaginn 2. mars kl. 16:00. Er þetta fjórða opnun meistaranema í myndlist á vormisseri innan sýningarraðarinnar Kveikjuþræðir.

Meistaranemar á fyrra ári í myndlist við Listaháskóla Íslands halda röð samsýninga á vorönn 2017. Sýningarnar eru af ólíkum toga en eiga það sammerkt að vera eins konar kveikjuþræðir og nánari útfærslur af hugmyndum og vinnuferli nemenda fram til þessa.

Opinn fyrirlestur: Anna Líndal

Föstudaginn 16. febrúar kl. 13.00 mun Anna Líndal halda opinn fyrirlestur um verk sín og vinnuaðferðir í fyrirlestrarsal myndlistardeildar að Laugarnesvegi 91.

Í fyrirlestrinum mun Anna Líndal sýna valin myndlistarverk frá sl. 25 árum, með sérstakri áherslu á vettvangsferðir. Sagt verður frá leiðangrum með Jöklarannsóknarfélaginu í Grímsvötn í Vatnajökli, leiðangri á Grænlandsjökul 2015, Surtsey 2014, 2017 og verkum sem urðu til í kjölfarið á þessum ferðum.

Einkasýning: Guðríður Skugga Guðlaugsdóttir

Guðríður Skugga Guðlaugsdóttir opnar einkasýninguna States of change / Shifting forms II  í Kubbnum, 2. hæð Listaháskólans að Laugarnesvegi 91, föstudaginn 9. febrúar. Er þetta þriðja opnun meistaranema í myndlist á vormisseri innan sýningarraðarinnar Kveikjuþræðir.

Verkin mín snúast um gjörninga með skúlptúrísku ívafi; sjónrænar rannsóknir sem byggjast á þessum forsendum. Mörg verka minna snúast um leifarnar sem eftir verða, og byggja á hugmyndinni um að vera til staðar án þess að vera til staðar; að hverfa, rotna eða vera fjarverandi (e. absent).

Samsýning: Allar leiðir slæmar í Skaftfelli

Sýningin Allar leiðir slæmar er afrakstur námskeiðsins Vinnustofan Seyðisfjörður sem útskriftarnemar við myndlistardeild Listaháskóla Íslands sækja um þessar mundir.

Námskeiðið, sem stendur í tvær vikur, er í samstarfi við Dieter Roth Akademíuna og stýrt af Birni Roth og Kristjáni Steingrími Jónssyni, fyrrverandi deildarforseta myndlistardeildar.