Class: 
color1

Umræðuþræðir: Pari Stave

Þriðji gestur í röð Umræðuþráða árið 2018 er sýningarstjórinn og listfræðingurinn Pari Stave. Í fyrirlestri sínum mun hún fjalla um stöðu samtímalistar innan sögulegra listasafna (encyclopedic museum) og sýningarstefnu The Met Breuer.

Undanfarin ár hefur Pari Stave stýrt fjölmörgum sýningum tengdum ljósmyndun, grafík og skandinavískri myndlist. Þar má helst nefna Munch|Warhol and the Multiple ImageNew Wave Finland: Contemporary Photography from the Helsinki School; og Propagating Eden: Uses and Techniques of Nature Printing.

Samsýning: Móttaka

Opnun sýningarinnar Móttaka verður föstudaginn 11. maí klukkan 17.00 – 19:00 í stúkunni og gömlu afgreiðslunni í húsakynnum Laugardalslaugar.

Sýningin er afrakstur tveggja mánaða sjálfstæðrar vinnustofu nemenda á öðru ári í myndlist við Listaháskóla Íslands.

kl. 17:00 í stúkunni: leiðsögn um sögu og arkitektúr áhorfendastúkunnar við Laugardalslaug með Pétri Ármannssyni Arkitekt

Sýnendur / Exhibitors

Sýning: Skúlptúr í samhengi

Nemendur námskeiðsins Skúlptúr í samhengi undir leiðsögn Ólafs Sveins Gíslasonar sýna verk sín í húsnæði Myndlistardeildar á Laugarnesvegi 91 frá kl. 17.00 til 18.00 miðvikudaginn 18. apríl.

Staðir, aðlögun, virkni og tilfinningaleg rými. 

Þátttakendur eru Daníel Ágúst Ágústsson, Helena Margrét Jónsdóttir, Lucile Simiand, Lukas Picard, María Lind Baldursdóttir, Silfrún Una Guðlaugsdóttir og Tara Njála Ingvarsdóttir.

Útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist

Laugardaginn 28. apríl verður opnuð útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist frá Listaháskóla Íslands í Gerðarsafni, Kópavogi.

Á sýningunni má sjá afrakstur tveggja ára háskólanáms á meistarastigi þar sem hönnuðir og myndlistarmenn hafa fengið tækifæri til að þróa og styrkja rannsóknir sínar á viðkomandi fagsviðum.