Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar öllum kennurum og listafólki sem kemur að fræðslu eða miðlun. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Í námskeiðinu læra nemendur grunnhandbrögð við tálgun úr ferskum við, fá fræðslu um skógarnytjar í nærumhverfinu, læra að þekkja nokkrar helstu trjátegundir og tengja saman ytra form og innri gerð trjánna.
 
Þau kynnast því hvaða áhrif mismunandi ræktunaraðstæður og umhirða trjáa hafa á gæði og form viðarins. Í námskeiðinu verða kynntar hugmyndir um útikennslu og gildi þess að vinna með tálgun úr náttúrulegu efni sem leið til sjálfstyrkingar og samtengingu handa og hugar.
 
Þá verður farið í gönguferð með heimspekingi sem mun fjalla um náttúruna út frá fagurfræðilegu sjónarhorni. 
 
Námskeiðið endar á dagsferð í Kjós þar sem hópurinn nýtur þess að dvelja daglangt í skógi og upplifa hann á fjölbreyttan hátt með öllum skynfærum. 
 
Námsmat: Mæting, virkni og verkefni unnin í tímum. 
 
Kennarar: Ólafur Oddson.
 
Staður og stund: Laugarnes, 3., 5., 10., 12. sept. kl. 13-15.50 og Kjós, 7. sept. kl. 10-15.
 
Tímabil: 3.- 12. september, 2019.
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA gráða eða sambærilegt nám.
 
Tíma- og dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249.