Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar kennurum og listafólki sem kemur að fræðslu eða miðlun. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Í námskeiðinu læra nemendur grunnhandbrögð við tálgun úr ferskum við, fá fræðslu um skógarnytjar í nærumhverfinu, læra að þekkja nokkrar helstu trjátegundir og tengja saman ytra form og innri gerð trjánna.
 
Þau kynnast því hvaða áhrif mismunandi ræktunaraðstæður og umhirða trjáa hafa á gæði og form viðarins. Í námskeiðinu verða kynntar hugmyndir um útikennslu og gildi þess að vinna með tálgun úr náttúrulegu efni sem leið til sjálfstyrkingar og samtengingu handa og hugar.
 
Þá verður farið í gönguferð með heimspekingi sem mun fjalla um náttúruna út frá fagurfræðilegu sjónarhorni. 
Námskeiðið endar á dagsferð í Kjós þar sem hópurinn nýtur þess að dvelja daglangt í skógi og upplifa hann á fjölbreyttan hátt með öllum skynfærum. 
 
Í lok námskeiðis eiga nemendur að geta: 
  • beitt grunn-handbrögðum við tálgun úr ferskum við með hníf og öxi,
  • valið fjölbreytt hráefni til listsköpunar úr íslenskum skógi,
  • komið auga á og nýtt sér möguleika til hönnuar- og/eða listkennslu utandyra,
  • sett náttúruupplifun að einhverju leyti í fagurfræðilegt samhengi.
 
Námsmat: Mæting, virkni og verkefni unnin í tímum. 
 
Kennarar: Ólafur Oddsson
 
Staður og stund: Laugarnes, kl. 13:00-15:50
Tímabil: 1.-10. september, 2020
1. tími: 1. september 
2. tími: 3. september
3. tími: 5. september (úti kennsla)
5. tími: 8. september
6. tími: 10. september
 
Einingar: 2 ECTS.
Forkröfur: BA gráða eða sambærilegt nám.
Tíma- og dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að athuga að vegna COVID-19 þá gæti þurft að gera fyrirvaralítið breytingar á kennslufyrirkomulag. 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249.