Fyrir hverja er námskeiðið:

 

Á námskeiðinu verður fjallað um „sýnir” listamanna; hugsýnir, framtíðarsýnir, vitranir, skyggni, drauma, ímyndun, ofskynjanir, o.fl. út frá verkum þeirra, hugmyndum og skrifum. Hvað felst í því að sjá „sýn” með augun lokuð og í ferlinu gera sýnilegt öðrum í verki það sem skýrt er fyrir hugskotsjónum? Eiga slíkar „sýnir” erindi við aðra og er mögulegt að þær búi yfir listrænu gildi, þekkingu eða áhrifamætti? Sjónum verður einkum beint að samtíma lista- og fræðimönnum en hugmyndasögulegir þræðir verða raktir a.m.k. til symbólista, upphafsmanna abstraktlistar, dadaista, súrrealista, fluxus manna, o.fl. 

 

Námsmat: skrifleg og verkleg verkefni

Kennari: Aðalheiður L. Guðmundsdóttir, Jóhannes Dagsson

Staður og stund: TBA, vorönn 2021

Tímabil: 12. janúar til 16. febrúar 

Kennslutungumál: íslenska

Stig: 

Einingar: 2 ECTS

Verð: 2ja eininga námskeið - 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum) 

Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálgi kennara. 

Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda. 

Nánari upplýsingar: Sindri Leifsson, verkefnastjóri myndlistardeildar: sindrileifsson [at] lhi.is