Vegna þarfa neyslusamfélagsins hefur náttúran þurft að víkja fyrir nýrri manngerðri náttúru. Nýtt landslag skapast og upp rísa íbúðarhúsnæði, nýir vegir og fleiri mannvirki – sem afleiðing taka fjöll og jarðlög á sig nýja mynd. En vegna hverfulleika náttúrunnar vakna upp spurningar um örlög hennar. Náttúran hefur einstaka aðlögunarhæfni sem sést í hringrás og samspili hins manngerða og náttúrulega. Með skóflustungu mannsins á nýjum byggingarreiti hefst ný hringrás umbreytinga. Í verkinu er dregið upp samspil á milli þess manngerða og náttúrunnar sem býður upp á tækifæri til sjálfsskoðunar og endurskoðunar á afstöðu okkar til umhverfisins.
 
Viður, hænsnanet, trefjanet, trefjasteypa, gerviblóm.