Vegna COVID er námskeiðið kennt í fjarkennslu
 
Fyrir hvern er námskeiðið: Námskeiðið er sérstaklega hugsað fyrir listafólk sem ætlar að sækja um listamannalaun en nýtist einnig fyrir aðra sjóði. Það er opið kennurum og listafólki með BA gráðu eða sambærilegt nám. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Í námskeiðinu verður unnið með þá þætti sem góð styrkumsókn þarf að innihalda. Kynntar verða viðurkenndar aðferðir við uppbyggingu styrkumsókna fyrir fjölbreytta styrksjóði. Skoðaðar verða umsóknir fyrir helstu sjóði sem í boði eru á Íslandi og hvaða áherslur eru mikilvægar hjá hverjum sjóði.
 
Fulltrúar frá Rannís munu koma á námskeiðið og fjalla um þeirra aðferðafræði við að meta umsóknir í þeirra sjóði. Kynnt verða helstu atriði í verkefna- og tímastjórnun sem koma þarf fram í styrkumsóknum.
 
Markmið námskeiðsins er að miðla nemendum fjölbreytta þekkingu og tól sem nýtast við að sækja fjármagn. Læra að meta hugmyndir sínar frá fleiri en einni hlið. Nemendur eiga að loknu námskeiðinu að hafa aukið hæfni sína og þekkingu til að vera vel undir það búnir að vinna styrkumsóknir. Fyrirlestrar fara fram á netinu á rauntíma. 
 
Námsmat: Verkefni og virkni í tímum.
Kennari: Karólína Stefánsdóttir er með B.A. próf í sagnfræði og meistaragráðu í menningarstjórnun. Hún er sjálfstætt starfandi verkefnastjóri og framleiðandi í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum og hefur tekið þátt í framleiðslu fjölmargra sjónvarpsþátta, kvikmynda og heimildarmynda.
Staður og stund: Fjarnám, mánudaga kl: 16.00-18.00  
Tímabil: 30. ágúst til 27. september 2021
Einingar: 2 ECTS.
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
Verð: 30.500 kr. (án eininga) – 40.800 kr. (með einingum).
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að athuga að vegna COVID-19 þá gæti námskeiðið breyst fyrirvaralítið í fjarkennslu að hluta til eða alveg. 
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249