Sturla Hrafn Sólveigarson
Nærvera 
sturlahrafn.is

Þrjú aðsetur listamanna standa við og vísa í nöfn gatna í Hveragerði. Þau miða að því að færa listina nær daglegu lífi bæjarbúa og skapa tengsl milli íbúa og listamanna. Hvert aðsetur er í stöku húsi með íbúð og vinnustofu, sem nýtist einnig sem sýningarrými. Húsin hafa mismunandi eiginleika og áhrif.
 
Mörk er nálægt leikskóla þar sem krakkar geta svalað forvitninni.
 
Skógar er í miðju fallegs grenilundar þar sem íbúar svæðisins geta sest niður og átt samtal við listamanninn.
Heiði er staðsett í þyrpingu gróðurhúsa þar sem þekking bæjarbúa á garðyrkju verður hluti af sköpun listamannsins.

Staðsetning: Mörk, Skógar, Heiði