Steinunn Harðardóttir
steinunn.hardardottir [at] gmail.com 

Hálfgegnsætt. Líkami nálgast. Sameinast
sekkur í gegn og verður eftir á yfirborðinu
teygir. Kannar takmörk
eiginleika
hverfur út í tómið
eftir situr ómur þess sem var
endurómar í efninu
sjálfinu. 

 

Snertingin er duftkennd, þurr
hvíti liturinn grípur skuggana
hvíslar í þögninni geymir
hálfgleymdar minningar í stirðnuðum hreyfingum. 

 

Líkami gengur inn í yfirborðið
verður eitt. Hann og efnið
flæðir svo í gegn og slítur tengingunni
sekkur aftur niður í myrkrið. 
 

 

 

// 

 

Translucent. A body approaches. Unites. 

sinks through and stays behind on the surface 

stretches. Explores limits 

properties 

disappears into the emptiness 

leaves behind the distant sound of what was 

reverberates in the material 

the self. 

 

The touch is powdery, dry, 

the white color catches the shadows 

whispers in the silence 

stores half-forgotten memories in stiffened movements. 

 

A body walks onto the surface 

becomes one. He and the matter 

then flows through and breaks away 

sinks back down into the darkness.