Steinn Einar Jónsson 
Höfuðátt 

Berðu höfuðið hátt og horfðu óhrædd(ur) framan í heiminn. Í samfélagi nútímans lútum við höfði á meðal fólks og forðumst sífellt tengingar við aðra. Augnsamband þykir nánast vera ágeng hegðun. 

Höfuðátt er kynlaust skart sem hjálpar okkur við að hætta að horfa niður á símann eða lúta höfði til að forðast augnsamband eða tengsl við aðra. Jafnvel þegar virkni skartsins er ekki nýtt, ber það með sér þessa áminningu sem á sífellt meira erindi við samtímann.

Og minnir okkur á að horfast í augu við umheiminn.