Starfsþróunarsjóður akademískra starfsmanna Listaháskólans hefur það meginhlutverk að styðja við starfsþróun akademískra starfsmanna skólans. Meðal efnisþátta sem sjóðurinn styrkir er þátttaka í námskeiðum, ráðstefnum og sýningum, miðlun og listflutningur á opinberum vettvangi, fyrirlestrahald utan skólans og kynnisferðir aðrar en heimsóknir í menntastofnanir. Verkefnin skulu vera skýrt skilgreind og með afmarkandi tímasetningum.

Auglýst er tvisvar á ári úr sjóðnum, að jafnaði í upphafi hverrar annar. Rétt til að sækja um styrk úr sjóðnum hafa allir fastráðnir akademískir starfsmenn Listaháskóla Íslands og stundakennarar sem kenna a.m.k. 200 G-tíma á yfirstandandi misseri.

Næsti umsóknarfrestur er í ágúst 2020