Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir þau sem hafa áhuga á að kynna sér hugmyndafræði og framkvæmd skapandi skólastarfs. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 
 
Í námskeiðinu er fjallað um nám og kennslu út frá sköpun sem einum af grunnþáttum menntunar. Einnig út frá lykilhæfni eins og hún er skilgreind í námskrám sem; tjáning og miðlun, skapandi og gagnrýnin hugsun, sjálfstæði og samvinna og ábyrgð og mat á eigin námi.
 
Farið verður yfir kennsluaðferðir sem ganga út á virkt nám, verkefnatengda nálgun og samþættingu námsgreina. Sjónum verður sérstaklega beint að stafrænni tækni og þeim möguleikum sem hún býður upp á til sköpunar og miðlunar í skólastarfi og getur nýst til að dýpka reynslu nemenda í öllu námi þeirra. Einnig verður farið yfir hvernig standa má að endurgjöf og mati á vinnu nemenda.
 
Nemendur spreyta sig á því að búa til kennsluefni eða nemendaverkefni sem reyna á fjölþætta hæfni og skapandi og gagnrýna hugsun og fjölbreytta miðlun. Nemendur fá sjálfir tækifæri til að nýta fjölbreytta stafræna miðla við lausn þessarra verkefna.
 
Námsmat: Símat og verkefni.
 
Kennari: Björgvin Ívar Guðbrandsson. 
 
Staður og stund: Laugarnes, nánari upplýsingar síðar.
 
Tímabil: Nánari upplýsingar síðar.
 
Einingar: 4 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249