Sláðu inn leitarorð
Sól Elíasdóttir
(Ó)kyrrð
(Ó)kyrrð
Óróleiki býr yfir fortíð Hvítaness, sem endurspeglast í rústum og sárum í landslaginu eftir seinni heimstyrjöldina. Ný framtíð mun færa kyrrð yfir staðinn með því að sameinast fortíðinni. Hermenn dvöldu á Hvítanesi til að verjast kafbátum og skipum óvina. Á sambærilegan hátt dregur þunglyndi, streita og kvíði fólk niður í djúpin og er þungur baggi að bera. Með tilkomu vistvæns þorps hafa þessir einstaklingar möguleika á því að dvelja um stund og berjast við þessa óvini. Í snertingu við hið gamla er hægt að ná sáttum við fortíðina og rými skapast til þess að halda með hamingju út í núið.
