Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir þau sem hafa áhuga á að kynna sér frásagnaraðferðir, sögur og sviðsetningar í listum. Skyldunámskeið í bakkalárnámi í HARK-deild.
 
Sögur og sviðsetningar leika stórt hlutverk í listum, hvort sem litið er til hönnunar og arkitektúrs eða tónlistar, myndlistar og sviðslista. Sögur og frásagnaraðferðir geta verið af ýmsum toga en eiga það sameiginlegt að geta stuðlað að breytingum, eflt samkennd manna á milli og jafnframt hafa þær burði til að setja spurningarmerki við hvort okkar upplifun af heiminum sé sú eina rétta. Þær veita innblástur og miðla upplýsingum og tilfinningum frá einni kynslóð til annarrar.
 
Með sviðsetningum er reynt að skapa aðra heima, hátíðir, helgiathafnir, leiki og fjölbreyttar upplifanir. Sviðsetningar eru gjarnan notaðar í nánast sama tilgangi og sögur – til að búa til ákveðið andrúmsloft, opna fyrir möguleika, koma skilaboðum á framfæri og brjóta upp hversdaginn. Í þessum áfanga fá nemendur tækifæri til að greina sögur, rýna í virkni þeirra og form, uppbyggingu og tilgang. Þá verða sviðsetningar skoðaðar sérstaklega út frá sviðsetningarfræðum (e. performance theory) og rýnt í einkenni þeirra, birtingarmyndir og hlutverk.
 
Í lok námskeiðis eiga nemendur að:
  • Hafa fengið innsýn í fjölbreytileika sagna og hvernig greina megi virkni þeirra,
  • geta gert grein fyrir ólíkum frásagnaraðferðum og birtingamyndum þeirra,
  • geta gert grein fyrir einkennum sviðsetninga, tilgang þeirra og aðferðum,
  • geta fjallað um viðburði og listir úr fræðilegum kenningum um sviðsetningar (e. performance theory),
  • kunna að nýta sér sögur og sviðsetningar í eigin listsköpun og hönnun á meðvitaðan og upplýstan hátt. 
Námsmat: Símat, viðbrögð við lesefni og verkefni.
Kennari: Bryndís Björgvinsdóttir. 
Staður og stund: Þverholt, fimmtudagar kl. 10:30-12:10
Tímabil: 27. ágúst til 30. október2020.
Einingar: 4 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að athuga að vegna COVID-19 þá gæti námskeiðið breyst fyrirvaralítið í fjarkennslu að hluta til eða alveg. 
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA gráða eða sambærilegt nám
Nánari upplýsingar: Hafdís Harðardóttir, deildarfulltrúi hönnunar- & arkitektúrdeildar: hafdis [at] lhi.is