Minningar lands

Landið er snertipunktur fortíðar, nútíðar og framtíðar. Á Hvítanesi í austanverðum Hvalfirði birtist fortíðin okkur í gömlum stríðsminjum og merkjum í landslaginu, sem gefa til kynna að áður hafi verið stundaður landbúnaður á svæðinu. Ágangur mannsins hefur herjað á landið í gegnum tíðina og raskað vistkerfinu. Í dag er landið ekki samt við sig. Til hefur orðið ný vistgerð á mótum ósnortinnar náttúru og manngerðs umhverfis. Fornleifastofnun hefur kveðið á um að landið sé ónothæft; það er fast í millibilsástandi. Er mögulegt að mannleg byggð gæti fært líf aftur í landið? Vistþorpið er lýðháskóli þar sem nemendur læra á landið og endurhugsa samband sitt við náttúruna í samtali við fortíðina. Samfélagið samanstendur af nemendum og starfsfólki sem vinnur saman að landgræðslu og endurheimt vistkerfa. Horft er til framtíðar með hliðsjón af fortíðinni og landið er í fyrirrúmi.

3._snorri_freyr_vignisson_snorri19lhi.is-11.jpg