Á námskeiðinu er fjallað um Salamanca yfirlýsinguna og það hvaða áhrif hún hefur haft á þróun þess sem kallast skóli án aðgreiningar. Fjallað er um fjölmenningu á Íslandi og hvernig margbreytileiki birtist í skólakerfinu. Nemendur kynnast stefnu yfirvalda eins og hún birtist í skýrslunni Menntun fyrir alla. Umfjöllunarefni námskeiðsins tengja nemendur kennsluvettvangi sínum í verkefnum sem þau vinna en verkefnum er sérstaklega beint að tónlistarskólakerfinu.

Í lok námskeiðs eiga nemendur að:

  • þekkja hugmyndafræði skóla án aðgreiningar,
  • geta dregið saman og lagt mat á helstu þætti umfjöllunarefnis,
  • geta tengt umfjöllunarefnið við eigin kennsluvettvang.

Kennari: Elín Anna Ísaksdóttir
Námsmat: Verkefni og virkni
Vinnulag: Fyrirlestrar, umræðuhópar
Tímabil: 11. janúar til 1. mars 2021
Upphafslota á vefnum: Laugardaginn 16. janúar, kl. 10-13
Forkröfur: Námskeiðið er hluti námsframboðs fyrir tónlistarskólakennara en er einnig opið nemendum í kennaranámi LHÍ sem valnámskeið.
Einingar: 5 ECTS
Verð: 5 eininga námskeið - 61.250 kr. (án eininga) / 76.500 kr. (með einingum)

Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda. Greiða þarf námskeiðagjöld 3 vikum áður en námskeið hefjast til þess að staðfesta þátttöku.

Nánari upplýsingar: Karólína Stefánsdóttir, verkefnastjóri Opna LHÍ, karolinas [at] lhi.is