Nemendur í meistaranámi í tónsmíðum, NAIP og meistaranámi í söng- og hljóðfærakennslu hafa heimild til að taka námið á lengri tíma og dreifast þá skólagjöld yfir lengri tíma. Til dæmis er hægt að ljúka heilu ári (2 annir) en taka seinna árið á tveimur árum (4 annir) eða taka námið á 4 árum (8 annir).
 
Dæmi: Nemandi í MA í tónsmíðum sem vill taka sitt nám á 4 árum í stað 2 ára getur þá tekið allt að 33 einingar (samkvæmt skólareglum) á einu skólaári (í stað allt að 66 ein) og borgað fyrir það 527.227 kr. fyrir allan veturinn 2023-2024 - 263.613 kr. að hausti og 2630.614 kr. að vori.
 
Fyrir NAIP námið og meistaranámi í söng- og hljóðfærakennslu er upphæðin þá 414.135 kr. fyrir allan veturinn 2023-2024 fyrir hálft nám (sama hvort viðkomandi taki 18 ein á haust önn og 12 eða 15 á vorönn, samtals að hámarki 33 ein yfir veturinn) eða 207.068 kr. per önn.
 
Viðkomandi þarf að óska formlega eftir þessu við sína deild - og undirrita samning þar að lútandi.