Fyrir hvern er námskeiðið: Námskeiðið er spennandi kostur fyrir hljóðfærakennara sem vilja þjálfast í skapandi aðferðum í kennslu á grunn- og miðstigi. Námskeiðið er valnámskeið á MA. stigi tónlistardeildar.

Í aðalnámskrá tónlistarskóla er gert ráð fyrir að tónlistarnemendur spreyti sig á spuna og læri að útsetja og semja tónlist. Á námskeiðinu verða mismunandi aðferðir sem hægt er að beita við skapandi tónlistarnám skoðaðar. Spunaaðferðir sem nýta má í kennslu verða kynntar sem og leiðir til að útsetja og semja tónlist á grunnstigi.

Námskeiðið er í formi vinnustofu þar sem nemendur fá þjálfun í  aðferðum tengdum skapandi tónlistarnámi.

 

Kennarar: Guðni Franzson og Marta Hrafnsdóttir.

 

Staður og stund: Mánudagar kl 09:20-12:10.

 

Tímabil: 22. janúar - 3. mars 2018.

 

Einingar: 2 ECTS.

 

Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.

 

Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.

 

Verð: 30.500 kr. (án eininga) – 40.800 kr. (með einingum).

 

Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.

 

Nánari upplýsingar:  Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar. indra [at] lhi.is.