Í námskeiðinu kynnir Helena Jónsdóttir kvikmyndagerðarkona hugmyndina að Physical Cinema eða hreyfi-myndagerð þar sem hreyfingin er tungumálið. Hvernig túlkum við hreyfingu í mynd, líkamsmál í mynd, hreyfingu myndavélarinnar og tungumál hreyfingarinnar í klippingu. Handritsvinna undir heitinu "skapandi skrif", hreyfing yfir í texta og texti yfir í hreyfingu. Á námskeiðinu er farið í gegnum skapandi ferli í gerð stuttmyndar, frá hugmynd í þróun og útfærslu. Örmynd verður gerð í lok námskeiðs eða svokölluð "pilot" æfingamynd. 

Námskeiðið er opið fyrir þá sem hafa áhuga á kvikmyndagerð og hreyfingu, fyrir framan eða aftan myndavélina eða hvort tveggja. Þátttakendur vinna með myndatöku á síma, eigin ljósmyndavél og/eða kvikmyndatökuvél. Hægt er að vinna í pörum og/eða deila saman tækjum og tólum. Ekki er farið í tæknilega kennslu en gerðar verða prufur með þeim tækjum og tólum sem eru fyrir hendi. Klippt verður í eigin tölvum og verða nemendur að hafa aðgang að einföldu klippiforriti, svo sem imovie, final cut eða premier.

“Physical Cinema” is a specific genre of film making in which a choreographer, a film maker / visual artist, and composer/ sound designer collaborate towards a creative work where movement, motion, time, and space are a prime source of the narrative or abstract “story board”. It is an area of mutual and balanced exchange of concepts and ideas. It is not a documentary, or filming of a live staged performance. The dramaturgy of location as well as innovative and experimental kinetic use of the camera all play an extremely important part in the process. 

Hæfniviðmið: Í lok námskeiðs eiga nemendur að: 
- þekkja vinnuaðferðir í stuttmyndagerð 
- hafa skerpt tilfinningu sína fyrir tíma og rými, formi og stíl og geta beislað hana á listrænan hátt í hópverkefnum og einstaklingsverkefnum. 
- geta unnið í hóp á jafningja grundvelli og geta tekið þátt í gagnrýnum umræðum. 
- Geta nýtt sér leiðsögn svo komi að gagni í listrænni vinnu með myndavél 
- þekkja mögleika stutmyndagerðar 

Kennari: Helena Jónsdóttir  
Deild: Sviðslistadeild
Tegund: Vinnustofa

Kennslutímabil: 26. maí til 1. júní  
Kennsludagar: Kennt er í fimm daga, frá miðvikudegi 26. maí til og með þriðjudags 1. júní 

  • miðvikudagur 26. maí 
  • fimmtudagur 27. maí 
  • Föstudagur 28. maí 
  • mánudagur 31. maí 
  • þriðjudagur 1. júní  

Kennslutími: kl. 13:00-16:00 
Kennslustaður: Staðarnám í Þverholt 11 
Forkröfur: stúdentspróf 
Kennslustig: bakkalár 
Einingar: 2 ECTS 
Námsmat: Námskeiðið er yfirgripsmikill master class með stuttum verkefnum. Einungis er tekið á móti nemendum sem geta verið til staðar allt námskeiðið

Verð: Hvert sumarnámskeið kostar 3.000 kr. alls. Vinsamlegast athugið að námskeiðsgjald er ekki endurgreitt nema námskeið falli niður.
Nánari upplýsingar: sumarnam [at] lhi.is, Karólína Stefánsdóttir og Björg Stefánsdóttir

Vegna COVID-19 getur fyrirkomulag kennslu breyst með skömmum fyrirvara.
Vinsamlegast athugið að öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um lágmarksþátttöku

 

Umsóknareyðublað